fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Skorar á stjórnvöld – starfsfólk víða komið að þolmörkum

Eyjan
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 13:04

Sandra B. Franks, formaður SJúkraliðafélags Íslands. - Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neyðarástand blasir við í heilbrigðisstofnunum landsins og nauðsynlegt er að auka fjármagn til þeirra.

Sjúkraliðafélag Íslands skorar á stjórnvöld að auka fjármagn í fjárlögum næsta árs til heilbrigðisstofnana landsins. Í áskoruninni segir að nánast sérhver heilbrigðisstofnun glími við mönnunarvanda og álag. Nýverið hafi borist fréttir af ófremdarástandi í Vestmannaeyjum og á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem bregðast þurfi við.

„Yfir sumartíma og snemma hausts eru meginlínur lagðar í fjárlagafrumvarpi næsta árs innan sérhvers ráðuneytis. Núna er rétti tíminn til að benda á að óbreytt ástand gengur ekki. Heilbrigðisstarfsfólk er víða komið að þolmörkum.“ segir í áskoruninni

„Sjúkraliðafélag Íslands hvetur því heilbrigðisráðherra, fjármálaráðherra og forsætisráðherra að tryggja aukið fjármagn til heilbrigðisstofnana landsins í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem nú er í bígerð.

Fólk veikist, slasast og því fjölgar burtséð frá hvað er sett í fjárlög. Það gengur ekki lengur að láta heilbrigðisstarfsfólk taka á sig augljóslegan skort á fjármagni til heilbrigðisstofnana í formi aukins álags, bágra starfsaðstæðna og manneklu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Messi að skrifa undir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur