fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Jón kveður ráðuneytið – „Ýmislegt hefur gengið á hjá okkur“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 18. júní 2023 14:04

Jón Gunnarsson Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, þakkar fyrir veru sína í ráðherrastóli og þakkar fyrir traust, stuðning og aðhald í embætti. Eins og kom fram í fréttum fyrr í dag er dagurinn í dag sá síðasti sem Jón gegnir embættinu og tekur Guðrún Hafsteinsdóttir við embættinu á morgun á ríkisráðsfundi.

Sjá einnig: Guðrún verður dómsmálaráðherra á morgun

„Það hefur ekki farið framhjá neinum að ýmislegt hefur gengið á hjá okkur í dómsmálaráðuneytinu. Margir málaflokkar ráðuneytisins hafa staðið á tímamótum, þá sérstaklega útlendingamál og löggæsla, og hefur ýmsum framfaramálum verið ýmist lokið eða ýtt úr vör. Við höfum orðið varir við að þetta hefur verið erfiður tími fyrir þá sem eru ekki fylgjandi Sjálfstæðisflokknum í skoðunum,“ segir Jón í færslu á Facebook.

„Auðvitað hefðum við kosið að geta fylgt eftir mikilvægum málum sem lagður hefur verið góður grunnur að, en svona er pólitíkin,“ segir Jón, en stuðningsmenn hans eru sagðir hafa þrýst á að hann fengi að sitja áfram sem ráðherra.

„Eftirmönnum okkar í ráðuneytinu færum við bestu óskir um farsælt starf. Við þökkum ykkur fyrir traustið, stuðninginn og aðhaldið sl. misseri. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið í dómsmálaráðuneytinu—hreint út sagt frábært samstarf.“

Með Jóni kveðja einnig aðstoðarmenn hans, Brynjar Níelsson og Ingvar Smári Birgisson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna