fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Svarthöfði snýr aftur eftir kulnun og langvarandi Covid-eftirköst

Eyjan
Þriðjudaginn 13. júní 2023 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn gamalkunni Svarthöfði er kominn á Eyjuna og mun birta pistla sína hér eftir því sem tilefni gefst til. Eitt og annað hefur drifið á daga hans frá því að síðasti pistill hans birtist á DV fyrir rúmlega hálfu þriðja ári. Þá sveif þunglyndið yfir vötnum, kulnun áþreifanleg og ekki bætti úr skák þegar Covid réðst til atlögu skömmu síðar.

Covid lék Svarthöfða grátt og eftirköstin voru alvarleg og langvarandi. Á tímabili var óttast að hann hefði skrifað sinn síðasta pistil. Ekki aðeins vegna þess að Covid varð honum svo þungbært, heldur vegna þess að vonbrigði hans með ríkisstjórnina voru svo alger að honum þvarr máttur og þor og gat ekki lyft penna, hvað þá hamrað á lyklaborð.

Leit því út fyrir að glæsileg og löng saga Svarthöfða í íslenskum fjölmiðlum væri fullrituð, en fyrst kom Svarthöfði fram í Tímanum árið 1957. Síðar lágu leiðir hans á Vísi og svo DV.

Eftir því sem sól hefur hækkað á lofti hefur magnast lífs glampi í augum Svarthöfða og nú er svo komið að hann getur ekki lengur orða bundist. Kulnun og Covid að baki og fyrsti pistillinn birtist á Eyjunni í dag. Svarthöfði mun birta pistla sína eftir því sem atburðarásin í samfélaginu verður honum innblástur til skrifa. Því má treysta að Svarthöfði nálgast málin með sínum hætti og liggur ekki á skoðunum sínum.

Fyrsti pistill Svarthöfða á Eyjunni er hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn