fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Sundurlyndi ríkisstjórnarinnar hindraði framgang meirihlutaviljans á Alþingi

Eyjan
Mánudaginn 12. júní 2023 15:30

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar kom í veg fyrir að meirihlutaviljinn á Alþingi fengi ráðið varðandi áframhaldandi innflutning á kjúklingum frá Úkraínu.

Þetta segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar í færslu sem hún birti á Facebook nú eftir hádegið.

„Það er nánast ár upp á dag frá því að sett voru lög um tollfrjálsan innflutning á landbúnaðarvörum frá Úkraínu. Samhugurinn á Alþingi var sterkur. Ári seinna er tónninn annar,“ skrifar Þorbjörg Sigríður.

Hún rifjar upp að tilefni lagasetningarinnar hafi verið beiðni frá Úkraínu til EFTA ríkjanna en við innrás Rússa í febrúar á síðasta ári lokaðist fyrir útflutning um hafnir landsins við Svartahaf. Hún nefnir einnig að formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hafi vitnað í orð forseta Úkraínu á Alþingi mánuði fyrr er hann sagði:

„Augljóst er að stríð Rússa gegn Úkraínu er ekki aðeins tilraun til að sölsa undir sig landið og að slökkva líf, það er árás á frelsið sjálft. Þess vegna er mikilvægt fyrir frjálsar þjóðir heims að Úkraína verði ekki skilin eftir á berangri og berjist þar ein og afskipt við Rússland. Það er mikilvægt að allar þjóðir leggi hönd á plóg. Ég er þakklátur fyrir þau skref sem þjóð ykkar hefur nú þegar stigið, sérstaklega með því að styðja viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Ég þakka einnig fyrir margvíslegan stuðning sem þið hafið sýnt okkur og heiti á ykkur að láta ekki þar við sitja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni