fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Fokk, fokk

Eyjan
Laugardaginn 10. júní 2023 07:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk tunga liggur undir margs konar ámæli. Flókið beygingakerfi í þremur kynjum fellur illa að nýrri kynvitund samfélagsins. Margir vilja að tekin sé upp ensk málvenja varðandi aldur fólks og neðri áratugurinn gildi en ekki sá efri. Fólk um sextugt hefur lagst í þunglyndi og áfallastreituröskun þegar talað var um að nú væri sjötugsaldurinn runninn upp.

Gagnrýnt hefur einnig verið hversu fátæk íslenskan er af almennilegum blótsyrðum. Einungis þrjú slík áhersluorð eru í notkun, andskoti, djöfull og helvíti. Þessu til samanburðar má nefna að finnskan hefur nokkra tugi skemmtilegra blótsyrða meðan Íslendingar tönnlast í sífellu á þessu þríeyki fjandans. Ungum var mér kennt að fara sparlega með þessi blótsyrði því að með því væri maður að ákalla eða lofsyngja hinn illa. Gömul merking orðsins blót er tilbeiðsla svo að mikill fúkyrðaflaumur er lofsöngur til andskotans.

Það er gleðilegt að margir unnendur íslenskunnar hafa tekið upp þann sið að sniðganga þessar gömlu formælingar og nota þess í stað hið smekklega orð „fokk“. Á dögunum kepptu grænklæddir Kópavogsbúar við röndótt lið Víkinga úr Fossvoginum í knattspyrnu. Leiknum lauk með jafntefli 2-2. Hinn geðþekki málvöndunarmaður Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var að vonum ósáttur við þessi úrslit og fór mikinn í viðtölum við fjölmiðla. Hann sagði nokkrum  sinnum „fokk“ eða „fokking“ til að leggja áherslu á orð sín.  Honum til hróss má segja að hann bölvaði ekki upp á gamla móðinn heldur hélt sér við „fokkið.“ Unnendur íslenskunnar fagna því þegar áhrifamikill álitsgjafi eins og Arnar fellur ekki í þá freistni að tvinna saman gömlum úreltum blótsyrðum heldur reynir að auðga tunguna með fallegum nýyrðum að hætti Jónasar Hallgrímssonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Ástamál eftirlifandi

Óttar Guðmundsson skrifar: Ástamál eftirlifandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar
EyjanFastir pennar
18.11.2025

Svarthöfði skrifar: Að hika er að tapa

Svarthöfði skrifar: Að hika er að tapa
EyjanFastir pennar
17.11.2025

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans