fbpx
Þriðjudagur 26.september 2023
Eyjan

Verkakona með sterka réttlætiskennd birtir opið bréf til ríkisstjórnarinnar – „Er þá ekki í lagi að við hin fáum það sama?“

Eyjan
Miðvikudaginn 31. maí 2023 21:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Sigurlína Tómasdóttir er verkakona, trúnaðarmaður á sínum vinnustað og félagsmaður Eflingar. Réttlæti og réttindi eru henni ákaflega hugleikinn, og þegar eitthvað er óréttlátt á hún bágt með að sitja hjá.

Hún settist því niður og ritaði opið bréf til ríkisstjórnarinnar í ljósi aðstæðna í efnahagslífinu, en pistill hennar hefur vakið mikla athygli.

„Ég óttast að ef ekkert verður gert í stöðu mála muni það hafa annars konar afleiðingar og jafnvel verri en við gerum okkur grein fyrir,“ segir Anna í samtali við Eyjuna.

Hún ávarpar ríkisstjórnina í pistli sínum sem foreldra þjóðarinnar, foreldra sem hafa gert upp á milli barna sinnar.

„Kveikjan af því að ég setti Íslendinga í fjölskyldu tenginguna er sú að fjölskyldur sem eru samstíga virka betur en hinar. Þegar staða þjóðfélagsins er skoðuð er eins og landið sé klofið. En þegar fjölskyldur standa saman gengur betur í öllum tilvikum og þegar allir leggja sitt af mörkum að lausnum, og ræða saman til að finna sameiginlega lausn – þá gengur fjölskyldan betur. Efnahagsástandið í þjóðfélaginu hefur haft áhrif á marga og fer verst með láglaunastéttir, og við þurfum að tækla þetta ástand saman sem þjóð eða fjölskylda, ekki hver að benda á hinn. Lausnir nást ekki með því að hafa hnefann á lofti eða kenna hinum um, heldur með samtali.“

Eruð þið að gera upp á milli barnanna ykkar?

Víkur þá að pistlinum.

„Elsku mamma og pabbi. Kæra stjórn þessa lands. Eruð þið að gera upp á milli barna ykkar? Þeirra sem eru þegnar þessa lands?“

Segir Anna að hún sjái ekki betur en að ríkisstjórnin, foreldrarnir, telji að sum barna þeirra séu ekki að standa sig og séu þau í raun stimpluð sem óþekku börnin, og þar með eru meiri ábyrgð varpað á herðar þess hóps.

„Ábyrgðin að halda verðbólgu niðri er bara á herðum óþekku barnanna sem eru að fara fram á of mikið. Óhóflegar launahækkanir hjá almenningi.

En börnin sem eru að standa sig vel í lífinu og ykkur finnst til fyrirmyndar fá meiri athygli frá ykkur og hafa það því betra. Það eru þeir sem hafa fjármagn, eru ofarlega í fjármagnsstiga þjóðfélagsins og með völd. Þessi börn eru ekki að taka á sig sama skell og almenningur. Hvað þá launalægstu stéttir þessa lands.“

Mamma og pabbi hafi ákveðið að hækka skerf sumra til að geta djammað meira á meðan óþekku börnin sjá um heimilið og passi upp á fjárhaginn. Svo það gengi upp megi óþekku börnin, almenningur í landinu, ekki biðja um of mikið.

„Ykkur finnst eðlilegt að hækka ykkar kjör. Er þá ekki í lagi að við hin fáum það sama? Eða væri það okkar sem samfélag að hjálpast út úr fjárhagserfiðleikum okkar allra? Allir með slétta krónutölu hækkun upp stigann. Allt til að ná niður verðbólgu og bæta kjör allra í leiðinni? Hvað finnst ykkur?“

Bestu börnin fá meira

Anna bendir á að þeir sem lægstu launin fá í samfélaginu fái útborgað um 350-400 þúsund krónur. Ef gert er ráð fyrir að tveir fullorðnir deili kostnaði, eigi saman tvö börn, þá sé fjölskyldan með heildartekjur upp á 700-800 þúsund á mánuði.

„Segjum svo að allur nauðsynlegur kostnaður sé ca. frá 750.000 til 850.000 kr. Ef við deilum þessum kostnaði í tvennt. Einstaklingur með 350 þúsund þarf þá að greiða 375.000 til 425.000 en getur það ekki.

Einstaklingur með 400.000 er í mínus eða með 25.000 kr í afgang.

Ef laun eru 450.000 kr er afgangurinn 25.000 til 75.000 kr. Hvað eiga góðu börnin í afgang ef bara nauðsynja vörur eru dregnar frá?

Þeir sem eru á alveg lægstu laununum eru í mínus. Það fara 100% plús af tekjum þeirra bara í að lifa.

Þið mamma og pabbi gefið bestu börnunum meira eða 900.000 – 1.500.000 kr fyrir einn einstakling eftir skatt.

En svo fá þessi bestu börn ykkar líka smá auka af og til, eða fastar greiðslur og bónusa.

Og hver er prósentan sem fer í nauðsynjar hjá bestu börnunum? Það er um 25% til 47% sem nauðsynjar kosta uppáhalds börnin ykkar. Þau eiga samt helming launa sinnt eftir þegar þau hafa greitt hið allra nauðsynlegasta.“

Við erum í þessu ástandi saman

Þeir sem best hafi það eigi því umtalsverðan afgang milli handanna í hverjum mánuði á meðan óþekku börnin geta ekki mætt óvæntum kostnaði.

Ljóst sé að af Íslandi muni mikilvægar stéttir hverfa, eins og heilbrigðisstarfsmenn sem fari úr landi og komi ekki aftur sem hefur svo alvarlegar afleiðingar á heilbrigðiskerfið. Ljóst sé að foreldrar landsins eru ekki að standa sig, og börnin vilja flytja að heiman, enda verða þau fyrir mismunum, sumum börnunum ert gert hátt undir höfði á meðan hin eru látin mæta afgangi. Lýsir Anna í raun, án þess að segja það berum orðum, eins konar Öskubuskuástandi þar sem vonda stjúpan reynir að koma dætrum sínum til æðstu metorða á meðan vesalings Öskubuska þarf að sinna húsverkunum og sefur á gólfinu.

„En eigum við að fara fram á það sama og ríkisstjórnin? Er það ekki okkar að fylgja fordæmi foreldra ? Hvað gerist ef allar stéttir biðja um sömu launahækkun upp stigann? Er það ekki einmitt það sem mun auka verðbólgu? Einn af gulldrengjunum sagði að í raun væri þetta ekki svo mikil hækkun því verðgildi launa hefði lækkað. Hann gerir sér líklega ekki grein fyrir að það á við um öll laun. Eru hans laun mikilvægari en okkar hinna eða er hann æðri okkur hinum? Er ekki tilvistarréttur allra jafn?

Það má breyta lögum til að gera landið betra, skora á ykkur í ríkisstjórn að gera það og breyta fyrirhuguðum launahækkunum ykkar, við erum í þessu ástandi saman.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvatningarsjóður Kviku úthlutar styrkjum

Hvatningarsjóður Kviku úthlutar styrkjum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hanna Birna, Helgi og Heimir Fannar í stjórn Justikal

Hanna Birna, Helgi og Heimir Fannar í stjórn Justikal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir gagnrýni Bjarna og sjálfstæðismanna á Samgöngusáttmálann hitta þá sjálfa fyrir – sáttmálinn sé á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins

Segir gagnrýni Bjarna og sjálfstæðismanna á Samgöngusáttmálann hitta þá sjálfa fyrir – sáttmálinn sé á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fyrrum forstjóri Ríkiskaupa stendur þétt við bakið á Söru Lind – „Ekki ábyrg fyrir starfsmannaveltu Ríkiskaupa“

Fyrrum forstjóri Ríkiskaupa stendur þétt við bakið á Söru Lind – „Ekki ábyrg fyrir starfsmannaveltu Ríkiskaupa“