fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Segir starfsmenn félagsmálaráðuneytisins hafa mótmælt ríkisstjórn sinni

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 31. maí 2023 14:30

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er nýjasti gestur hlaðvarpsins Þjóðmál. Eins og kunnugt er var hann forsætisráðherra á árunum 2013-2016. Í þættinum fer Sigmundur m.a. yfir stjórnartíð sína og helstu áskoranir sem hann, sem forsætisráðherra, stóð frammi fyrir þar á meðal samninga um uppgjör vegna þrotabúa þeirra banka sem féllu í bankahruninu 2008.

Segir Sigmundur að hann hafi þurft að leita talsvert eftir ráðgjöf utan opinbera kerfisins þar sem sumir embættismenn hafi ekki gert mikið til að liðka fyrir að hans stefna, í m.a. málum föllnu bankanna, næði fram að ganga.

Sigmundur segir að þegar hann myndaði ríkisstjórn sína hafi hann sagt öðrum ráðherrum að starfsmenn ráðuneyta þeirra myndu ekki alltaf vera með þeim í liði við að framkvæma þá stefnu sem þeir vildu að næði fram að ganga. Segir Sigmundur að ríkisstjórn hans hafi ekki verið óska ríkisstjórn allra embættismanna og sumir þeirra ekki verið sáttir við hana.

Sigmundur segir að afstaða til ríkisstjórnar hans hafi verið misjöfn frá einu ráðuneyti til annars. Menningin innan ráðuneytanna sé ólík. Hann segist hafa verið ánægður með sitt ráðuneyti, forsætisráðuneytið, sem í hans tíð hafi verið lítið en síðar vaxið að umfangi. Hann segist frá upphafi hafa lagt línurnar innan ráðuneytisins um að það ætti að vinna að innleiðingu hans stefnu og fylgjast með því að önnur ráðuneyti ynnu að innleiðingu stefnu ríkisstjórnarinnar.

Hann segir þetta hafa gengið misvel eftir ráðuneytum:

„Sum ráðuneyti voru bara alls ekki með okkur í liði.“

Hann nefnir eitt ráðuneyti sem dæmi:

„Félagsmálaráðuneytið. Einhvern tímann var efnt til mótmæla gegn ríkisstjórninni á Austurvelli. Ég man ekkert hvers vegna. Það þurfti eiginlega að loka í félagsmálaráðuneytinu af því það voru svo margir starfsmenn sem þurftu að mæta á mótmælin gegn ríkisstjórninni sem þeir áttu að vera að vinna fyrir. Ástæðan fyrir því að þetta kom í ljós var sú að fimmtán þeirra höfðu haft fyrir því að segja frá því á Facebook að þeir væru að fara að mótmæla ríkisstjórninni.“

Segir stjórnmálamenn hafa afhent öðrum völdin

Sigmundur segir slíkt ekki til þess fallið að kjósendur séu að fá það sem þeir biðji um með atkvæðum sínum. Í þættinum er honum tíðrætt um að stjórnmálamenn hér á landi og víðar raunar séu orðnir smeykir við að beita þeim völdum sem kjósendur feli þeim. Hann segir of mikil völd hafa verið sett í hendur ókjörinna embættismanna.

Hann segir stjórnmálamenn hafa afhent öðrum völdin og séu orðnir of litlir í sér. Það skipti minna máli hvað fólk kýs því embættismenn sjái til þess að sömu stefnunni sé áfram framfylgt þótt önnur ríkisstjórn taki við.

Sigmundur segir þessa þróun ólýðræðislega og of margir stjórnmálamenn hafi sætt sig við hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus