fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískur pappakassi

Eyjan
Laugardaginn 27. maí 2023 13:03

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarflokkarnir þrír mæta miklum mótbyr nú um stundir, en skoðanakannanir benda til þess að kjósendur vilji breytingar og nýjar áherslur við valdstjórn landsins.

Vinstri grænir eru við það að þurrkast út af þingi samkvæmt hverri fylgiskönnuninni af annarri, en þeir virka orðið eins og hver önnur pólitísk uppfylling í hefðbundinni helmingaskiptastjórn hjá íhaldsöflum landsins.

Þeir hafa útmáð stefnumál sín, svo sem hvað nýja stjórnarskrá varðar og boða engar breytingar í sjávarútvegs- eða landbúnaðarmálum. Þá hefta þeir frekari græna orkuvinnslu til að mæta boðuðum orkuskiptum – og heimta meiri losunarheimildir fyrir mengandi stórfyrirtæki í nafni sérstöðu Íslands. Þá er dýravelferð þeim ekki lengur að skapi.

Framsóknarflokkurinn hefur misst niður kosningasigur sinn frá síðustu þingkosningum og virðist standa eftir svolítið vankaður og stefnulaus, án nokkurra úrræða fyrir heimilin í landinu sem höfðu svo mörg hver trú á mildu miðjunni fyrir fáeinum misserum.

Og Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum. Í stað þess að horfa inn á við og meta hvernig hann hefur sjálfur fylgt eftir stefnumálum sínum talar hann niður til annarra stjórnmálaafla.

Augljóst er að forkólfar hægrimanna á Íslandi líta á nýjan formann Samfylkingarinnar sem helsta andstæðing sinn um þessar mundir og freista þess jafnvel að gera hann grunsamlegan fyrir þær sakir einar að hafa starfað hjá fjármálafyrirtæki. Illa er komið fyrir Sjálfstæðisflokknum þegar hann unir fólki ekki lengur að vinna úti í einkarekstrinum.

Og er kannski í samræmi við það að ríkisstarfsmönnum hefur fjölgað um meira en fimmtung á vakt þeirra í fjármálaráðuneytinu á meðan starfsfólki á almennum markaði hefur fjölgað um minna en fimm prósent.

Báknið hefur blómstrað í samfellt tíu ára tíð flokksins.

En það sem vekur hvað mesta athygli við ákall sjálfstæðismanna til kjósenda eftir að fylgi þeirra er fallið undir tuttugu prósentin er vandlæting þeirra í garð formanns flokksins sem núna fer með himinskautum. Ekki sé mark á honum takandi fyrir að setja gömlu stefnumál flokksins á borð við aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar ofan í pappakassa.

Enn ber mönnum að líta sér nær.

Og hvað er einmitt að finna ofan í pólitískum pappakassa Sjálfstæðisflokksins. Jú, gamla stefnumál Bjarna Benediktssonar og Illuga félaga hans Gunnarssonar frá því fyrir þingkosningarnar 2009 um að að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið og að innganga í sambandið verði borin undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Aðsenda grein þessa efnis birtu þeir í Fréttablaðinu í desember 2008. Og þorðu greinilega ekki að birta hana í Morgunblaðinu. Í greininni segja þeir að krónan muni reynast landsmönnum fjötur um fót til lengri tíma. Þeir segja jafnframt að stjórnvöldum hafi mistekist á undanförnum árum að tengja saman ríkisfjármál og stjórn peningamála.

Og svona var nú framtíð Sjálfstæðisflokksins, einu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða
EyjanFastir pennar
13.07.2025

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
EyjanFastir pennar
12.07.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald