fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Fitusmánun

Eyjan
Laugardaginn 27. maí 2023 09:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hélt fyrirlestur um Egil afa minn Skallagrímsson á dögunum. Fundarstjóri kynnti mig og studdist við afmælisgrein sem birtist í Mogganum fyrir skemmstu. Hann sagði m.a. „Óttar stundaði langhlaup á árum áður, maraþon og utanvegahlaup. Þessu trúir reyndar enginn sem sér hann í dag.“ Fundarmenn hlógu kurteislega og og horfðu glottandi á fyrirlesarann sem hafði bætt sig mörgum kílóum frá hlaupaárunum.

Offita hefur alltaf verið viðkvæmt umræðuefni. Ólafur helgi Haraldsson Noregskonungur var kallaður Ólafur digri í íslenskum heimildum. Norðmenn gátu ekki hugsað sér að þjóðardýrlingur þeirra hefði svo óvirðulegt viðurnefni. Samkvæmt samtímaheimildum og Gerplu var Ólafur lítill og feitur ungur maður haldinn kvalalosta. Banamaður Gísla Súrssonar, Börkur Þorsteinsson, var alltaf kallaður hinn digri. Fitusmánun er því ekki ný af nálinni.

Halldór Laxness hefur megna óbeit á fitubollum. Hann lýsir þéttholda konum sem formlausum verum þar sem allt rennur saman mjaðmir, rass og brjóst í eina samhangandi heild. Magnína heimasæta í Ljósi heimsins og Sigurlína í Mararbúð í Sölku Völku eru góðir fulltrúar þessara ólánlegu kvenna.

Með vaxandi velmegun og ofgnótt matvæla hefur þyngdarstuðull þjóða snaraukist. Á sama tíma verða staðalímyndir og álitsgjafar grennri og grennri. Þetta ýtir undir offituiðnaðinn með öllum sínum töfraráðum, skyndikúrum og ofurlausnum. Fjöldi Íslendinga leggst undir skurðhnífinn og lætur breyta meltingarveginum til langframa. Tískulyfin í ár eru Saxenda og Ozempic sem eiga að gera alla granna á ný. Enginn vill verða formlaus heypoki eins og Sigurlína í Mararbúð.

En hvað er til ráða? Á maður bara að sætta sig við sjálfan sig eða skella sér í megrunarkúr númer 156 með tilheyrandi væntingum og vonbrigðum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
EyjanFastir pennar
17.08.2025

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
16.08.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef