fbpx
Laugardagur 03.júní 2023
Eyjan

Aldís Amah er ný rödd Vodafone

Eyjan
Þriðjudaginn 23. maí 2023 13:42

Aldís Amah Hamilton er fyrsta konan sem er föst vörumerkjarödd fyrir fjarskiptafélag á Íslandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Aldís Amah Hamilton er ný rödd Vodafone. Hún tekur við hljóðnemanum af Vali Frey Einarssyni sem hefur talað fyrir vörumerkið í auglýsingum síðastliðin ár.

„Við erum verulega ánægð að fá Aldísi Amah inn sem nýja Rödd Vodafone. Hún smellpassar við nýjan tón vörumerkisins. Svo er líka gaman að brjóta löngu tímabært blað, en Aldís er fyrsta konan sem er föst vörumerkjarödd fyrir fjarskiptafélag á Íslandi,“ segir Lilja Kristín Birgisdóttir, forstöðumaður markaðs og samskiptamála hjá Vodafone.

Aldís Amah hefur verið að gera það gott í leiklistinni og var meðal annars tilnefnd sem leikkona ársins í aðalhlutverki á Eddu verðlaununum 2023 fyrir hlutverk sitt í spennuþáttaröðinni Svörtu sandar.

Vodafone var mitt fyrsta símafyrirtæki. Ég er meira að segja enn þá með sama númerið. Ég er spennt og þakklát fyrir traustið. Það er mikil gjöf að fá að taka við af Vali og mun gera mitt besta til að fylla í hans flottu fótspor,“ segir Aldís Amah.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Umdeildi stiginn í Breiðholti kostaði 36 milljónir króna

Umdeildi stiginn í Breiðholti kostaði 36 milljónir króna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Enn stafar mikil hætta af öfgahægrimönnum í Bandaríkjunum – Beina sjónum sínum á nýjar slóðir

Enn stafar mikil hætta af öfgahægrimönnum í Bandaríkjunum – Beina sjónum sínum á nýjar slóðir