fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Sakar forseta bæjarstjórnar Kópavogs um að fara ekki eftir stjórnsýslulögum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. maí 2023 14:20

Kópavogur. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Kópavogs, birti fyrir helgi grein í Kópavogsblaðinu þar sem hún gagnrýnir harðlega vinnubrögð meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í bæjarstjórninni.

Hún segir mikla endurnýjun hafa átt sér stað í hópi bæjarfulltrúa meirihluta flokkanna frá síðasta kjörtímabili. Nýju bæjarfulltrúarnir virðist ekki hafa neina þekkingu á stjórnsýslu. Theodóra segir kosningaloforð meirihlutans hafa orðið til þess að leggja hafi þurft niður heilu stofnanirnar því annars hafi ekki verið hægt að fjármagna þau.

Þar er Theodóra væntanlega að vísa í að meirihlutinn samþykkti í bæjarstjórn tillögu um að m.a. leggja niður starfsemi Héraðsskjalasafns Kópavogs og færa starfsemi Náttúrufræðistofu Kópavogs undir aðrar stofnanir bæjarins.

Theodóra segir mál sem komi til meðferðar í stjórnsýlunni séu hroðvirknislega unnin og aðrar ákvarðanir taki bæjarstýran, Ásdís Kristjánsdóttir, ein í sínu horni og það sé misjafnt hvort upplýst sé um áform hennar munnlega fyrirfram eða eftir á í fjölmiðlum.

Hún segir að aldrei hafi á jafn stuttum tíma farið í gegnum samþykktarferli mál þar sem áskilinn sé slíkur trúnaður að ekki megi birta bókanir, þar sem bæjarfulltrúar gera grein fyrir afstöðu sinni, opinberlega. Opinber umræða um tillögur bæjarstýrunnar megi ekki fara fram fyrr en kemur að því að samþykkja þær í bæjarstjórn. Fulltrúar meirihlutans taki lítinn þátt í umræðum á fundum bæjarstjórnar og nefnda og ráða en þegar þeir geri það opinberi þeir vanþekkingu sína.

Sérstaklega tiltekur hún formann bæjarráðs og oddvita Framsóknarflokksins, Orra Vigni Hlöðversson, sem hún segir að komist upp með að þegja þunnu hljóði fund eftir fund þrátt fyrir að oft sé veruleg þörf á að gera grein fyrir málum úr bæjarráði.

Segir ekki farið eftir stjórnsýslulögum

Theodóra gagnrýnir einnig harðlega störf forseta bæjarstjórnar, Sigrúnar Huldu Jónsdóttur, sem var í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2022. Sigrún er einnig leikskólastjóri á leikskólanum Urðarhóli og Theodóra segir að í mars síðastliðnum hafi bæjarstjórn borist erindi um að létta á Urðarhóli með því að færa 30 börn yfir á leikskólann Kópastein. Fram hafi komið í erindinu að stjórnendur þessara leikskóla hafi hafið samstarf um hugsanlega sameiningu.

Theodóra segir að um meðferð slíkra mála eigi að gilda stjórnsýslulög. Þau kveði á um að starfsmenn stjórnsýslunnar séu vanhæfir til að taka þátt í undirbúningi, meðferð eða úrlausn mála þegar þeir eru aðilar máls. Þar með beri þeim að víkja af fundi á meðan málið er afgreitt. Hún segir hins vegar að forseti bæjarstjórnar hafi ekki farið eftir því:

„Framsóknarflokknum finnst hins vegar eðlilegt að leikskólastjórinn, með hatt forseta bæjarstjórnar leggi til fækkun barna  á eigin leikskóla, taki fullan þátt í meðferð málsins og greiði loks um það atkvæði.

Kallar Theodóra vinnubrögðin fúsk sem hljóti að vera hægt að gera kröfur um að heyri fortíðinni til.

Misvísandi fundargerðir og forseti bæjarstjórnar vék ekki af fundi

Það er ekki miklar upplýsingar að finna um meðferð þessa máls í fundargerðum leikskólanefndar, bæjarráðs og bæjarstjórnar Kópavogs frá miðjum febrúar síðastliðnum og fram til þessa dags. Mál leikskólans Kópasteins fór frá leikskólanefnd til bæjarráðs og þaðan til afgreiðslu í bæjarstjórn. Í fundargerðum leikskólanefndar og bæjarráðs kemur ekkert fram um hvað málið snerist. Samkvæmt fundargerð bæjarstjórnar frá 28. mars síðastliðnum var samþykkt, með atkvæðum allra bæjarfulltrúa, að sameina leikskólana Skólatröð og Kópastein.

Á vefsíðu Kópavogsbæjar kemur þó fram, þegar þessi orð eru rituð, að Skólatröð sé ekki sjálfstæður leikskóli heldur deild innan leikskólans Urðarhóls. Á vefsíðu Urðarhóls er Skólatröð enn talin til deilda leikskólans.

Það verður því ekki betur séð en að tillagan hafi gengið út á að taka eina deild úr einum leikskóla og færa yfir í annan en ekki sameina tvo leikskóla.

Skólatröð og Kópasteinn eru raunar staðsett í sömu götu í Kópavogi en Urðarhóll er staðsettur annars staðar í bænum. Það kemur þó ekki fram í fundargerðum bæjarráðs, leikskólanefndar eða bæjarstjórnar að sameiningin hafi verið vegna hagræðis.

Í fundargerð bæjarstjórnar frá 28. mars er ekki tekið fram að forseti bæjarstjórnar, sem eins og áður segir er einnig leikskólastjóri á Urðarhóli, hafi vikið af fundi á meðan sameiningin var til umræðu.

Það virðist því mikið til í þeim orðum Theodóru S. Þorsteinsdóttur að Sigrún Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, hafi tekið fullan þátt í afgreiðslu máls á fundi bæjarstjórnar sem varðaði þann leikskóla sem hún stýrir.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt