fbpx
Laugardagur 03.júní 2023
Eyjan

Segir að heilbrigðiskerfið sé ekki vanfjármagnað

Eyjan
Sunnudaginn 21. maí 2023 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt fjárlögum ársins 2013 voru framlög ríkisins til heilbrigðismála þá rúmlega 137 milljarðar eða ríflega 400 þúsund krónur á hvert mannsbarn. Samkvæmt núgildandi framlögum eru þau tæplega 343 milljarðar eða rúmlega 880 þúsund á hvern landsmann. Hafa þau hækkað nokkuð umfram verðlag. Samkvæmt verðlagi eru framlögin frá 2013 um 200 milljarðar og um 600 þúsund krónur á hvern landsmann.

Á þetta bendir Kristinn Karl Brynjarsson, formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein á Vísir.is. Karl segir að ríkisstjórnir síðustu tíu ára hafi alls ekki fjársvelt heilbrigðiskerfið líkt og stjórnaandstaðan básúni sífellt. „Öðru nær þá hafa fjárframlögin stóraukist, bæði samkvæmt verðlagi og í takti við fólksfjölgun. Það breytir því ekki, að eflaust má gera betur. Það á reyndar alltaf við í jafn mikilvægum málaflokki og heilbrigðismál eru. En er það bara á fjármögnunarhliðinni sem gera má betur?“

Hann bendir á að formanni Samfylkingarinnar, Kristrúnu Frostadóttur, sé mikið í mun að fullfjármagnna heilbrigðiskerfið en Karl spyr hvort heilbrigðiskerfið hafi einhvern verðmiða:

„Eða er „fullfjármögnun heilbrigðiskerfisins” enn einn frasinn sem reyndar lætur ekki svo illa í eyrum, en samt álíka marklaus og margir aðrir frasar er úr þeirri átt koma.“

Karl veltir upp möguleikum til að nýta fjármagn til heilbrigðismála betur:

„Hvernig getum við fullnýtt annars ágætlega fjármagnað heilbrigðiskerfi? Heilbrigðiskerfið er nefnilega allt annað og miklu meira en það sem ríkið starfrækir. Ágætis byrjun í átt að fullnýtingu heilbrigðiskerfisins væri að ljúka samningum við sjálfstætt starfandi lækna. Síðan mætti fara í vinnu við að skilgreina enn frekar hlutverk Landspítalans háskólasjúkrahúss. Hvort að ekki væri hægt að draga úr nánast ómannlegu álagi á starfsemi spítalans með því að draga verulega úr umfangi valkvæðra aðgerða sem framkvæmdar eru á spítalanum með því að semja við einkareknar læknastofur um framkvæmd þeirra. Slíkt myndi draga verulega úr álagi á spítalann og jafnvel í einhverjum tilfellum kosta minna fjármagn, líkt og nýlegt útboð á liðaskiptiaðgerðum ber glöggt vitni.“

Karl segir að lausnirnar eigi hvorki né megi alltaf vera aukið fjármagn. Lausnin verði ætíð að vera að nýta betur það sem til er:

„Hvort sem hann sé á sviði heilbrigðismála eða í öðrum tengdum og samhangandi geirum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Umdeildi stiginn í Breiðholti kostaði 36 milljónir króna

Umdeildi stiginn í Breiðholti kostaði 36 milljónir króna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Enn stafar mikil hætta af öfgahægrimönnum í Bandaríkjunum – Beina sjónum sínum á nýjar slóðir

Enn stafar mikil hætta af öfgahægrimönnum í Bandaríkjunum – Beina sjónum sínum á nýjar slóðir