fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Helgi greinir frá dularfullu máli í borgarstjórn – „Verður að vera útilokað að hægt sé að eiga við myndbandsupptökur“

Eyjan
Þriðjudaginn 16. maí 2023 11:55

Helgi Áss Grétarsson mynd/Kristinn Ingvarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Áss Grétarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að mikilvægur hluti upptöku af borgarstjórnarfundi hafi horfið með dularfullum og óskýrðum hætti. Þetta valdi því að viðurkenning borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Skúla Helgasonar, á því að hlutfjáraukning Ljósleiðarans ehf. sé ígildi einkavæðingar, sé ekki til á myndbandi.

Þetta kemur fram í aðsendri Helga í Morgunblaðinu í dag. Helgi segir:

„Svo sem kom fram í grein minni í Morg­un­blaðinu laug­ar­dag­inn 6. maí sl. þá viður­kenndi borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Skúli Helga­son, á borg­ar­stjórn­ar­fundi þriðju­dag­inn 2. maí að hluta­fjáraukn­ing Ljós­leiðarans ehf. væri ígildi einka­væðing­ar. Sú viður­kenn­ing er hins veg­ar ekki til á mynd­bandi. Fyr­ir ligg­ur að þessi mynd­bands­bút­ur er sá eini sem hef­ur glat­ast af þess­um fundi. Ekki er vitað til þess að þetta hafi gerst áður eft­ir að byrjað var að streyma beint frá borg­ar­stjórn­ar­fund­um. Hald­bær­ar skýr­ing­ar á hvernig þetta gat gerst liggja ekki fyr­ir. Aug­ljóst er að það verður að vera úti­lokað að hægt sé að eiga við mynd­bands­upp­tök­ur af borg­ar­stjórn­ar­fund­um. Af þess­um ástæðum er mik­il­vægt að gripið sé til ráðstaf­ana sem koma í veg fyr­ir að svona lagað geti end­ur­tekið sig.“

Helgi segir valdaþreytu einkenna borgarstjórnarmeirihlutann og bendir á að traust og virðing séu áunnin en ekki sjálfgefin:

„Að mín­um dómi hef­ur Sam­fylk­ing­in og fylgi­hnett­ir henn­ar verið of lengi við völd í Ráðhúsi Reykja­vík­ur. Valdaþreyt­an er orðin yf­ir­gengi­leg. Stjórn­sýsl­an í borg­ar­kerf­inu þarf að taka fram­förum. Slíkt ger­ist ekki af sjálfu sér. Fyr­ir þeim breyt­ing­um þarf að berj­ast. Best er að gera það í borg­ar­stjórn­ar­saln­um þar sem allt er tekið upp, nema stund­um.“

Hann segir að ýmsu þurfi að breyta í stjórnsýslukerfi borgarinnar og að fundarmenning í kerfinu sé óheilbrigð. Segir hann þá tilhneigingu ríkjandi í ýmsum fagráðum og nefndum að fylgja dagskrárvaldi meirihlutans með fundarstjórn og rýra möguleika minnihlutans á að veita eðlilegt aðhald. „Al­menn­ing­ur get­ur jafn­an ekki fylgst með þess­um vinnu­brögðum milliliðalaust. Af þess­um ástæðum m.a. hef­ur mér hægt og síg­andi þótt brýnt að borg­ar­full­trú­ar í minni­hluta nýti æðsta vett­vang borg­ar­stjórn­ar, borg­ar­stjórn­ar­fundi, með skil­virk­um hætti,“ segir Helgi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði