fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Fölsuð fréttatilkynning og heimasíða í nafni Samherja – beðist afsökunar og heitið samvinnu við namibísk stjórnvöld

Eyjan
Fimmtudaginn 11. maí 2023 11:42

Fölsuð heimasíða Samherja í Bretlandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samherji hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að athygli fyrirtækisins hafi verið vakin á því að svo virðist sem óprúttnir aðilar hafi sent falsaða fréttatilkynningu í nafni Samherja til erlendra fjölmiðla. Þá virðist sömu aðilar hafa sett upp falska heimasíðu í nafni fyrirtækisins sem hýst sé í Bretlandi og samhliða dreift fölsuðum auglýsingaborðum.

Í tilkynningunni er tekið fram að hvorki heimasíðan né fréttatilkynningin hafa nein tengsl við Samherja eða starfsmenn fyrirtækisins. Svo virðist sem um sé að ræða skipulagða árás sem fyrirtækið tekur mjög alvarlega. Samherji mun óska eftir því að hin falska vefsíða verði tekin niður.

Á hinni fölsuðu heimasíðu er fölsuð tilkynning frá Samherja með undirskrift einstaklings sem ekki starfar hjá samherja. Efni fölsuðu tilkynningarinnar snýr að því að Samherji biðjist afsökunar á atvikum sem tengjast hinu svonefnda Namibíumáli og heitir fullu samstarfi við namibísk stjórnvöld.

Karl Eskil Pálsson, upplýsingafulltrúi Samherja, tjáði Eyjunni í morgun að fyrirtækinu hefðu borist upplýsingar um síðuna og tilkynninguna nú í morgun. Augljóslega væri talsverð vinna og fagþekking að baki hennar þar sem birtar eru meðal Annars upplýsingar um flota fyrirtækisins og framleiðslu, auk þess sem hægt sé að sækja þar um störf.

Hér er hægt að sjá hina fölsuðu síðu og tilkynningu og áréttað er að þetta er alls ekki á vegum Samherja. Samherji hefur aldrei verið með síðu á slóðinni samherji.co.uk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást