fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Eyjan

Sigmar segir atkvæðagreiðslu á Alþingi hafa verið dapurlega – „Reistur hár og voldugur þagnarmúr“

Eyjan
Miðvikudaginn 8. mars 2023 14:00

Sigmar Guðmundsson Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að það hafi verið dapurlegt að taka þátt í atkvæðagreiðslu á mánudag um fyrirspurn vegna Lindarhvolsmálsins. Meirihluti Alþingis greiddi atkvæði gegn því að leyfa fyrirspurnir um greinargerð setts ríkisendurskoðanda um málið. Teflt er fram þeim rökum að birting greinargerðarinnar eða upplýsinga úr henni vegi að sjálfstæði Ríkisendurskoðunar.

Lindarhvoll var stofnað árið 2016 og er tilgangur félagsins að annast umsýslu, fullnustu og sölu á eignum ríkisssóðs. Miklar eignir sem runnu til ríkisins í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008 hafa verið í umsýslu félagsins og hefur verið tekist hart á um þá umsýslu.

Sigmar segir í pistli á Facebook að með niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar hafi verið reistur hár og voldugur þagnarmúr á Alþingi:

„Það var dapurlegt að taka þátt í atkvæðagreiðslunni á Alþingi í fyrradag um fyrirspurn vegna Lindarhvols. Í stað þess að virða rétt þingmanna og almennings til að fá upplýsingar um mál sem varðar eigur almennings upp á hundruð milljarða, er reistur hár og voldugur þagnarmúr þar sem forseti Alþingis er verkstjórinn.“

Forseti Alþingis er Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sigmar beinir spjótum sínum að honum og bendir á að hann neiti að birta greinargerðina þó að allir aðrir í forsætisnefnd vilji aflétta leyndinni á henni. Hann bendir þeim sem segja að birting greinargerðarinnar vegi að sjálfstæði Ríkisendurskoðunar á að Alþingi fari sjálft með mikilvægt eftirlitshlutverk gagnvart framkvæmdavaldinu:

„Það eftirlitshlutverk verður að virkja þegar fyrir liggur að tveir fyrrverandi ríkisendurskoðendur, sem báðir hafa rannsakað starfsemi Lindarhvols, eru ekki sammála um hvað gekk þar á, þegar eigur almennings voru seldar.

Ætlar Alþingi Íslendinga að umgangast eftirlitshlutverk sitt með þeim hætti að öðrum þeirra sé trúað í blindni en ekki hinum? Án þess að öll gögn málsins hafi verið birt? Og er það virkilega svo að þegar settur ríkisendurskoðandi, sem er trúnaðarmaður Alþingis og kosinn af þinginu, vill opinbera vinnu sína í þágu almennings, að þá sé það forseta þingsins að setja greinargerðina ofan í skúffu, loka, læsa og henda lyklinum í sjóinn.“

Sigmar vill meina að meirihluti sé að verða til að Alþingi fyrir birtingu greinargerðarinnar. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar á mánudag hafi hins vegar verið mjög dapurleg:

„Þingmenn VG þurftu að fresta atkvæðagreiðslu í klukkutíma í fyrradag til að funda um málið. Héldu þá margir á Alþingi að skriður væri að komast á málið. Niðurstaða fundarins var hins vegar augljóslega sú að kaupa rammgerðan hengilás fyrir forseta Alþingis.“

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég geng stolt frá borði og sé ekki eftir neinu“

„Ég geng stolt frá borði og sé ekki eftir neinu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín og Þórdís hitta Selenskíj í dag

Katrín og Þórdís hitta Selenskíj í dag
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Íran og Sádi-Arabía taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik

Íran og Sádi-Arabía taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik
Eyjan
Fyrir 1 viku

Líkamsstaða Halldórs Benjamíns í viðtali vekur furðu – „Jæja. Hvað er í gangi? Ég er í alvörunni forvitinn“

Líkamsstaða Halldórs Benjamíns í viðtali vekur furðu – „Jæja. Hvað er í gangi? Ég er í alvörunni forvitinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svara fyrir umræðuna um Lindarhvol og segja ólöglegt að birta skýrsluna – „Frá upphafi var lögð áhersla á gagnsæi“

Svara fyrir umræðuna um Lindarhvol og segja ólöglegt að birta skýrsluna – „Frá upphafi var lögð áhersla á gagnsæi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir ofurlaun íslenskra forstjóra – Alltaf verið að bæta við bónusum ofan á há föst laun

Gagnrýnir ofurlaun íslenskra forstjóra – Alltaf verið að bæta við bónusum ofan á há föst laun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir „embættisafglöp“ Dags borgarstjóra – „Hér stefn­ir í að borg­ar­stjóri geri af­drifa­rík mis­tök í starfi“

Gagnrýnir „embættisafglöp“ Dags borgarstjóra – „Hér stefn­ir í að borg­ar­stjóri geri af­drifa­rík mis­tök í starfi“