fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Gagnrýnir ofurlaun íslenskra forstjóra – Alltaf verið að bæta við bónusum ofan á há föst laun

Eyjan
Þriðjudaginn 7. mars 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forstjóra lífeyrissjóðsins Gildi, Árna Guðmundssyni, ofbýður ofurlaun íslenskra forstjóra og segir að Gildi hafi undanfarin ár beitt sér gegn þeirri launastefnu sem nú blasi við. Kemur þetta fram í aðsendri grein á Innherja, viðskiptavef Vísis.

Heimildin birti nýlega samantekt um laun forstjóra 15 skráðra félaga í Kauphöll Íslands. Kom þar fram að meðalmánaðarlaun forstjóranna eru yfir 7 milljónir króna og dæmi eru um laun upp í 19 milljónir á mánuði. Árni segir í grein sinni:

„Nú vil ég taka fram að forstjórar fyrirtækja sinna flóknum og krefjandi verkefnum og eðlilegt er að launakjör þeirra taki mið af því. En umræddar upphæðir eru hins vegar úr takti við það sem eðlilegt getur talist í íslensku samfélagi. Enda hefur Gildi síðustu ár beitt sér gegn þeirri þróun í launakjörum sem við sjáum nú raungerast. Sú vinna byggir á hluthafastefnu sjóðsins þar sem tekin er einörð afstaða í þessum málum, en þar segir meðal annars: „Ef félög ákveða að notast við árangurstengd launakerfi er rétt að föst laun séu að sama skapi lægri, samanborið við félög þar sem slík árangurstengd kerfi eru ekki til staðar“. “

Árni bendir á að sífellt sé verið að bæta við kaupaukum í ýmsu formi til forstjóranna án þess að það komi niður á föstum launum sem séu há. 

Árni minnir á að Gildi hefur beitt sér í samræmi við þá stefnu að föst laun forstjóra eigi að vera að lægri þegar starfskjör þeirra eru árangurstengd. „Í fyrra greiddu fulltrúar sjóðsins til að mynda atkvæði gegn starfskjarastefnu Arion á ársfundi bankans. Stefnan var engu að síður samþykkt,“ segir hann. Ennfremur greiddi Gildi atkvæði gegn breytingum á starfskjarastefnu og kaupréttaráætlun á aðalfundi Skeljungs sem gerði félaginu kleift að gera betur við stjórnendur sína.

Árni segir að Gildi syndi gegn straumnum þegar kemur að starfskjarastefnum sem geri kleift að hækka laun forstjóra upp úr öllu valdi. Afstaða lífeyrissjóðsins hafi hins vegar því miður ekki dugað til:

„Gildi hefur oftast einn fjárfesta á markaði staðið á móti straumnum hvað þessar starfskjarastefnur varðar. Mikil vinna hefur verið lögð í greinargerðir og rökstuðning fyrir afstöðu sjóðsins en því miður hefur niðurstaðan oftast verið sú að starfskjarastefnurnar eru samþykktar, sem að lokum leiðir til launa- og bónusgreiðslna eins og rakið hefur verið hér að framan.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki