fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Eyjan

„Hef ég lesið ótrúlega ósanngjarna og illkvitna hluti um mig og mína persónu frá stuðningsfólki hennar“

Eyjan
Mánudaginn 13. mars 2023 13:28

Elva Hrönn Hjartardóttir og Ragnar Þór Ingólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil harka er í kosningabaráttu til formanns VR. Elva Hrönn Hjartardóttir hefur boðið sig fram gegn sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni, og vandar hún honum ekki kveðjurnar í Facebook-pistlum og viðtölum. Hefur hún sakað Ragnar um að dreifa um sig ósannindum. „Lygar, óheiðarleiki og falsfréttir er það sem einkennir kosningabaráttu Ragnars Þórs,“ segir Elva Hrönn í pistli sem DV greindi frá fyrr í dag.

Í pistlinum sakar Elva Hrönn Ragnar Þór og samstarfsmenn hans um að spinna lygavefi varðandi ánægju sína með SALEK-samkomulagið, sem margir telja að sé orsök óeiningarinnar innan verkalýðshreyfingarinnar. Þá segir hún að málflutningur Ragnars Þórs, um að hún sé „VG-kona sem boði bara teboð með atvinnurekendunum“ sé uppfullan af hræsni í ljósi þess að einn af dyggustu þjónum Ragnars Þórs sé Helga Ingólfsdóttir, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og sækist eftir endurkjöri til stjórnar VR.

Ragnar segist verða að hafa þykkan skráp

„Í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir hef ég lesið ótrúlega ósanngjarna og illkvitna hluti um mig og mína persónu frá stuðningsfólki hennar. En það er því miður eitthvað sem ég verð að hafa þykkan skráp fyrir og svara því ekki. Þetta er því miður hluti af því að vera opinber persóna,“ segir Ragnar í nýjum Facebook-pistli, þar sem hann vísar ásökunum Erlu Hrannar til föðurhúsanna. Hann segir málflutning Elvu vera á lágu plani sem hann ætli ekki að láta draga sig niður á. Hann segist ekki hafa alið stuðningsfólk sitt á lygum og það fólk komi fram á sínum forsendum þegar það lýsir yfir stuðningi við hann.

Pistill Ragnars er eftirfarandi:

„Ég legg það ekki í vana minn að svara dylgjum og ávirðingum, sem er því miður fylgifiskur þess að því að vera formaður stærsta stéttarfélags landsins.

Í yfirstandandi kosningabaráttu hefur mótframbjóðandi minn ítrekað sakað mig um ósannindi og lygar. Má þar nefna viðtal við okkur í Silfri Egils þann 5.mars síðstliðinn og í fleiri viðtölum, og í skrifum frá stuðningsfólki hennar sem hafa verið einstaklega hatrömm á köflum. Minna hefur farið fyrir málefnalegri umræðu sem ég hef kappkostað að einbeita mér að.

Í nýlegri færslu frá mótframbjóðanda mínum vísar hún í skrif stuðnigsmanna sinna, sem gagnrýna þá sem styðja mig.

En skrifar svo eftirfarandi: Lygar, óheiðarleiki og falsfréttir er það sem einkennir kosningabaráttu Ragnars Þórs og hefur leikið stóran þátt í starfi hans sem formaður, allavega upp á síðkastið, og það mun ekki breytast.

Hún heldur svo áfram að saka mig og annað fólk, sem hefur tjáð sig um kosningarnar um lygar, lýðskrum, óheilindi og ósannindum, og að ég sé klassískt dæmi um valdamikinn mann sem notfærir sér þekkingarleysi annarra til að bera út ósannindi og grafa undan lýðræðinu. Og tekur svo út með setningunni: Minnir þetta á eitthvað eða einhvern??

Þetta er sama manneskjan og gagnrýnt hefur orðræðuna harðlega!

Í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir hef ég lesið ótrúlega ósanngjarna og illkvitna hluti um mig og mína persónu frá stuðningsfólki hennar. En það er því miður eitthvað sem ég verð að hafa þykkan skráp fyrir og svara því ekki. Þetta er því miður hluti af því að vera opinber persóna.

Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi frá allskonar fólki. Úr öllum áttum, stétta og stjórnmála. Fólki sem að eigin frumkvæði hefur tekið það upp hjá sér að styðja mig í ræðu og riti, og verja, í þeirri vegferð sem ég er í. Ég hef ekki alið allt þetta fólk á lygum eða spilað á þekkingarleysi þess, það kemur fram á sínum forsendum.

Ég hef kappkostað að láta kosningabaráttuna snúast um málefnin, verkefnin framundan og lausnir. Þau sem mig þekkja vita að ég hef ávalt unnið að heilindum og af mikilli ástríðu fyrir fólkið okkar í VR og samfélagið allt, og mun gera það áfram njóti ég stuðnings til þess.

En það sem ég mun ekki gera er að láta draga mig niður á það plan sem mótframbjóðandi minn og stuðningsfólk hennar er komið á og hefur ítrekað reynt að beina umræðunni á þann stað sem það vill helst vera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég geng stolt frá borði og sé ekki eftir neinu“

„Ég geng stolt frá borði og sé ekki eftir neinu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín og Þórdís hitta Selenskíj í dag

Katrín og Þórdís hitta Selenskíj í dag
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Íran og Sádi-Arabía taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik

Íran og Sádi-Arabía taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svara fyrir umræðuna um Lindarhvol og segja ólöglegt að birta skýrsluna – „Frá upphafi var lögð áhersla á gagnsæi“

Svara fyrir umræðuna um Lindarhvol og segja ólöglegt að birta skýrsluna – „Frá upphafi var lögð áhersla á gagnsæi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Elva Hrönn segir Ragnar Þór snúa út úr – Segir hann hafa verið ósáttan við mótframboðið

Elva Hrönn segir Ragnar Þór snúa út úr – Segir hann hafa verið ósáttan við mótframboðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir ofurlaun íslenskra forstjóra – Alltaf verið að bæta við bónusum ofan á há föst laun

Gagnrýnir ofurlaun íslenskra forstjóra – Alltaf verið að bæta við bónusum ofan á há föst laun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir „embættisafglöp“ Dags borgarstjóra – „Hér stefn­ir í að borg­ar­stjóri geri af­drifa­rík mis­tök í starfi“

Gagnrýnir „embættisafglöp“ Dags borgarstjóra – „Hér stefn­ir í að borg­ar­stjóri geri af­drifa­rík mis­tök í starfi“