fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Eyjan

Elva Hrönn hjólar í Ragnar Þór og samstarfsfólk hans – „Lygar, óheiðarleiki og falsfréttir“

Eyjan
Mánudaginn 13. mars 2023 11:18

Ragnar Þór Ingólfsson og Elva Hrönn Hjartardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lygar, óheiðarleiki og falsfréttir er það sem einkennir kosningabaráttu Ragnars Þórs,“ þessi þungu orð lætur Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þjónustusviði VR og frambjóðandi til formannsembættis verkalýðsfélagsins, falla í harkalegri Facebook-færslu nú fyrir stundu.

Í færslunni sakar Elva Hrönn Ragnar Þór og samstarfsmenn hans um að spinna lygavefi varðandi ánægju sína með SALEK-samkomulagið, sem margir telja að sé orsök óeiningarinnar innan verkalýðshreyfingarinnar. Þá segir hún að málflutningur Ragnars Þórs, um að hún sé „VG-kona sem boði bara teboð með atvinnurekendunum“ sé uppfull af hræsni í ljósi þess að einn af dyggustu þjónum Ragnars Þórs sé Helga Ingólfsdóttir, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og sækist eftir endurkjöri til stjórnar VR.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Elva Hrönn sakar Ragnar Þór um óheiðarleika en það sama átti sér stað í Silfrinu á RÚV á dögunum.

Getur unnið þvert á flokka en ekki með VG-konunni

Þá hjólar Elva Hrönn einnig í Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmann Flokk fólksins, sem hún reyndar kallar „Ástu Lóu“. Ásthildur Lóa skrifaði harðorða grein gegn Elvu Hrönn á dögunum og segir frambjóðandinn að þingkonan sé einn dyggasti stuðningsmaður Ragnars Þórs. Það sé formanninum ekki til hróss í ljósi flokksins sem Ásthildur Lóa er í forsvari fyrir.

„Flokks sem er þekktur fyrir að þar grasseri kvenfyrirlitning, popúlismi og fleira miður heillandi,“ skrifar Elva Hrönn.

Hún segir að auk Helgu og Ásthildi Lóu hafi Arnþór Sigurðsson, fyrrum VG-maður og núverandi sósíalisti, beitt sér gegn framboði hennar með skrifum sem séu full af ósannindum og lýðskrumi og aðeins til þess að staðfesta meintar lygar Ragnars Þórs.

„En að fá eitthvað fólk til að hringja fyrir sig og mata það áður af lygum um andstæðinginn er fyrir neðan allar hellur! Þetta er ekkert annað en popúlismi og þetta er klassískt dæmi um það þegar fólk í valdastöðu notfærir sér þekkingarleysi annarra til að bera út ósannindi og grafa undan lýðræðinu. Minnir þetta á eitthvað eða einhvern?? Ég bið ykkur, lesið meira en bara fyrirsagnirnar og kynnið ykkur hlutina áður en þið takið ákvörðun og/eða lýsið yfir áliti ykkar á mér í kommentakerfinu eða einkaskilaboðum út frá því sem kemur úr herbúðum Ragnars Þórs. Og ekki gleyma því að ég hef unnið af heilindum fyrir félagsfólk VR og í góðu samstarfi við samstarfsfólk, trúnaðarfólk, stjórn OG formann síðastliðin þrjú ár í starfi mínu í VR,“ skrifar Elva Hrönn.

Í færslunni deilir hún annarri færslu þar sem Ragnar Þór er sakaður um að vinna gegn því að kjósa Höllu Gunnarsdóttur, sem hefur sterk tengsl við VG, ekki í stjórn VR.

Hér má lesa færslu Elvu Hrannar í heild sinni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég geng stolt frá borði og sé ekki eftir neinu“

„Ég geng stolt frá borði og sé ekki eftir neinu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín og Þórdís hitta Selenskíj í dag

Katrín og Þórdís hitta Selenskíj í dag
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Íran og Sádi-Arabía taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik

Íran og Sádi-Arabía taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svara fyrir umræðuna um Lindarhvol og segja ólöglegt að birta skýrsluna – „Frá upphafi var lögð áhersla á gagnsæi“

Svara fyrir umræðuna um Lindarhvol og segja ólöglegt að birta skýrsluna – „Frá upphafi var lögð áhersla á gagnsæi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Elva Hrönn segir Ragnar Þór snúa út úr – Segir hann hafa verið ósáttan við mótframboðið

Elva Hrönn segir Ragnar Þór snúa út úr – Segir hann hafa verið ósáttan við mótframboðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir ofurlaun íslenskra forstjóra – Alltaf verið að bæta við bónusum ofan á há föst laun

Gagnrýnir ofurlaun íslenskra forstjóra – Alltaf verið að bæta við bónusum ofan á há föst laun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir „embættisafglöp“ Dags borgarstjóra – „Hér stefn­ir í að borg­ar­stjóri geri af­drifa­rík mis­tök í starfi“

Gagnrýnir „embættisafglöp“ Dags borgarstjóra – „Hér stefn­ir í að borg­ar­stjóri geri af­drifa­rík mis­tök í starfi“