fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Þorsteinn Pálsson: Sjálfstæðismenn vissu að afleiðingar stjórnarsamstarfs við VG yrðu raforkuskömmtun og aukin olíunotkun

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. desember 2023 15:30

Bjarni Benediktsson samdi um að Katrín Jakobsdóttir hefði neitunarvald í málaflokki Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við stjórnarmyndunina 2021. Slíkt hefur ekki gerst áður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók við sameinuðu ráðuneyti umhverfis- orku- og loftslagsmála var sett í stjórnarsáttmála að forsætisráðherra og umhverfisráðherra skyldu saman fara með framkvæmd og eftirfylgni aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og hugmyndafræði réttlátra umskipta, samkeppnishæfni og tæknibreytinga.

Pólitískt frumkvæðisvald fagráðherra hefur ekki áður verið stýft þannig í stjórnarsáttmála,“ skrifar Þorsteinn Pálsson af kögunarhóli á Eyjunni í dag. Með öðrum orðum: Bjarni Benediktsson færði Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, sérstakt neitunarvald í loftslagsmálum við myndun þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr.

Í pistlinum fjallar hann um þá staðreynd að orkuskortur er hér á landi vegna úrræða- og dáðleysis þeirra sem farið hafa með pólitíska stjórn orkumála. Hann bendir á að síðasta áratuginn hafa þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins borið ábyrgð á orkumálum samfellt. Síðustu sex árin hafa athafnaleysi í málaflokknum verið skýrt með neitunarvaldi VG og veltir upp þeirri spurningu hvort það sé gild málsvörn. Þingmenn flokksins hafi vitað mætavel þegar gengið var til samstarfs við VG í ríkisstjórn að niðurstaðan yrði raforkuskömmtun og að olíunotkun yrði ríkari þáttur í nýsköpun atvinnulífsins eftir því sem stjórnarsamstarfið héldi lengur áfram.

Kjarni málsins er sá að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa einfaldlega valið að setja aðra hagsmuni í forgang. Hagsmuni, sem þeir ná ekki að mynda meirihluta um nema í samstarfi við VG.

Sterkir hagsmunaaðilar ætlast til þess að þeir komi í veg fyrir að auðlindagjöld hækki og að almenningur og minni fyrirtæki geti notið hagræðis af því að starfa utan krónuhagkerfisins.“

Af kögunarhóli í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“