fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Eyjan

Ný vörn gegn hökkurum í augsýn – Keystrike hefur tryggt sér 150 milljón króna fjármögnun

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 09:05

Stofnendur Keystrike frá vinstri: Árni S. Pétursson, Valdimar Óskarsson, Ýmir Vigfússon, Steindór S. Guðmundsson og Árni Þór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keystrike, hugbúnaðarfyrirtæki á sviði netöryggis, hefur tryggt sér viðbótarfjármögnun upp á tæplega 150 milljón króna. Fjármögnunarlotan var leidd af Grófinni viðskiptaþróun, Investco, Arcus Invest og Líru, að auki kom virtur erlendur einkafjárfestir úr netöryggisheiminum að þessari fjármögnun.

Lausn Keystrike, sem hefur verið í þróun að undanförnu, sannvottar hvert einasta innslag notanda á lyklaborðið þannig að unnt sé að staðfesta að innslátturinn komi frá þeim sem situr við tölvuna en ekki frá óprúttnum aðila sem kynni að hafa brotist inn á tölvu notandans. Þessi nálgun er notandanum ósýnileg, sannvottun innsláttar er gerð sjálfkrafa og í rauntíma, ekki einungis við auðkenningu, heldur einnig á meðan samskiptin eigar sér stað. Fyrsta útgáfa lausnarinnar kemur út í byrjun desember og þróunarútgáfa er þegar komin í notkun hjá fjölda fyrirtækja.

Þessi fyrsta útgáfa miðast að vernda mikilvæga innviði og kerfi sem mega með engu móti stöðvast vegna tölvuinnbrota þar á meðal orkuveitur, fjármálafyrirtæki, flugstjórnunarkerfi, fjarskiptafyrirtæki sem og framleiðslu- og sölufyrirtæki. „Lausnin hentar í raun lang flestum fyrirtækjum sem eru hugsanleg fórnarlömb tölvuárása,“ segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Keystrike.

„Sú nýbreytni sem Keystrike hefur þróað mun auka öryggi í heimi þar sem áskoranir aukast með hverju árinu. Keystrike nálgast öryggi kerfa á nýjan hátt sem við teljum að verði nauðsynlegt viðbótaröryggi, sérstaklega fyrir kerfislega mikilvægar stofnanir og fyrirtæki s.s. ríkisstofnanir, fjármálafyrirtæki og orku- og fjarskiptafélög,“ sagði Halldór Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Grófarinnar viðskiptaþróunar.

Að sögn Valdimars var mikill áhugi erlendra fjárfestingarsjóða á að koma að fjármögnun Keystrike. Félagið mun hefja aðra fjármögnunarlotu á vormánuðum og þá verður innlendum og erlendum fjárfestingarsjóðum boðin aðkoma að Keystrike.

Keystrike er ört vaxandi félag með megin starfsemi á Íslandi, Bandaríkjunum og Frakklandi. Fjármögnunin mun gera fyrirtækinu kleift að ráðast í nýráðningar og stíga næsta skref í sölu og markaðsstarfi, sér í lagi á netöryggismarkaði Bandaríkjanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar