fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Djöfullinn sjálfur

Eyjan
Laugardaginn 25. nóvember 2023 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristnir menn hafa um aldir deilt um tilvist djöfulsins. Í miðaldakirkjunni velktist þó enginn í vafa um hinn illa sem var jafn sjálfsagður og Guð almáttugur. Í postillu Jóns Vídalíns er djöfullinn ákaflega fyrirferðarmikill. Sr. Hallgrímur segir í Passíusálmum sínum:

Djöfullinn bíður búinn þar
í bálið vill draga sálirnar.

Smám saman hefur athyglin beinst frá skrattanum og prestar þjóðkirkjunnar ræða aldrei um hann í stólræðum sínum. Söfnuðurinn afneitar honum eins og hverri annarri bábilju.

Þeir fjölmörgu sem lærðu kristnifræði og Biblíusögur vita að djöfullinn er ennþá til alls vís. Mesta afrek hans er að telja fólki trú um að hann sé ekki til. Áhrifamáttur hans er margfaldur ef enginn leggur trúnað á tilvist hans.

Kunningi minn liggur á spítala þessa dagana. Á stofugangi nýlega flutti læknirinn honum þau tíðindi að hann væri ekki á leiðinni heim heldur á hjúkrunarheimili. Læknirinn sá að honum var brugðið og tók þéttingsfast utan um hann og sagði: „Þetta verður allt í lagi. Við erum nefnilega í sama liðinu.“ Vinur minn áttaði sig á því að lækninum væri ekki treystandi. „Þetta er nefnilega uppáhaldsfrasi djöfulsins. Hann tekur utan um viðfang sitt og segir blíðum rómi: Við erum samherjar.“

Nýlegar sögur um breyskleika helgra íslenskra manna sýna vel að djöfullinn leikur enn lausum hala. Hann hefur tekið sér bólfestu á samfélagsmiðlum þar sem hann lifir góðu lífi og stundar það sem hann kann best; að sundra fólki og efla til átaka með illmælgi og lygum. Andlega næringu sækir hann niður á Alþing þar sem hann fitnar af innihaldslausu bulli og hálfsannleika. Reyndar sagði Egill afi minn einhverju sinni: „Verstur er sá djöfull sem býr innra með manni sjálfum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
EyjanFastir pennar
19.07.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða
EyjanFastir pennar
19.07.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi