fbpx
Þriðjudagur 05.mars 2024
Eyjan

Jólaverslunin byrjar hægt – Dagur einhleypra stóð ekki undir væntingum

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 24. nóvember 2023 15:00

Andrés hefur heyrt frá félagsmönnum að Dagur einhleypra hafi ekki staðið undir væntingum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir merki um að fólk sé að halda að sér höndum í því óvissuástandi efnahagsmála sem nú ríkir. Fyrsti stóri afsláttardagurinn, svokallaður Dagur einhleypra eða Singles´ Day, stóð ekki undir væntingum.

„Við höfum enga mælingu en miðað við það sem maður heyrir frá félagsmönnum sem nýttu sér þennan dag þá má segja að hann hafi ekki staðið fylliega undir væntingum,“ segir Andrés.

Þróun jólaverslunar undanfarin fimm til sjö ár hefur verið sú að sífellt stærri hluti hefur færst á þrjá alþjóðlega verslunardaga í nóvember. Auk Dags einhleypra eru þetta Svartur föstudagur (Black Friday) og Rafrænn mánudagur (Cyber Monday).

Þetta er mikil breyting frá því sem áður var þegar langstærstur hluti jólaverslunarinnar var gerður í desember mánuði.

Miklar væntingar til helgarinnar

Andrés segir engin merki á lofti um að þessi þróun sé neitt að snúast við. „Það eru miklar væntingar til þessara daga. Fyrirtækin á smásölumarkaði leggja mikið upp úr tilboðum til þess að laða til sín viðskiptavini. Þetta er algjörlega í takt við það sem við sjáum alls staðar í kringum okkur,“ segir hann.

Afsláttardagarnir hafa því mikið að segja um jólavertíðina. Væntingar til þessarar helgar eru miklar.

Óvissa vegna kjarasamninga

„Hvernig jólaverslunin verður er eitthvað sem við getum ekki alveg ráðið í. En það eru ákveðnar vísbendingar um að fólk sé að halda að sér höndum. Þetta hefur beinlínis komið fram. Það er aukinn sparnaður í þjóðfélaginu,“ segir Andrés.

Vísar hann til nýlegra kortaveltutalna frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Í október lækkaði hún um 2,7 prósent frá sama mánuði árið 2022.

„Fólk er í ákveðinni óvissu. Þegar það eru óvissu tímar er tilhneiging almennings að halda að sér höndum,“ segir Andrés. Óvissan núna tengist til dæmis því að kjarasamningar séu að losna eftir aðeins tvo mánuði, eða í lok janúar 2024.

Nákvæmlega hvernig stóru afsláttardagarnir í ár koma út verður ekki fyllilega í ljóst fyrr en 10. til 12. desember. Þá birtir Rannsóknarsetur verslunarinnar kortaveltutölur fyrir nóvembermánuð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilja takmarka fjölskyldusameiningu hælisleitenda

Vilja takmarka fjölskyldusameiningu hælisleitenda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bubbi vill Ólaf Jóhann á Bessastaði – „Hógvær, traustur, kurteis og kemur mjög vel fyrir“

Bubbi vill Ólaf Jóhann á Bessastaði – „Hógvær, traustur, kurteis og kemur mjög vel fyrir“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Katrín mikla og svipugöng sjálfstæðismanna

Björn Jón skrifar: Katrín mikla og svipugöng sjálfstæðismanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágústa Johnson: Karlar sem lyfta byggja upp testósteron

Ágústa Johnson: Karlar sem lyfta byggja upp testósteron