fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Eyjan

Miklaborg kynnir hlutdeildarlánin á laugardag

Eyjan
Föstudaginn 17. nóvember 2023 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignasalan Miklaborg verður með sérstakan hlutdeildarlánadag að Lágmúla 4 á morgun laugardag kl. 13-15 þar sem sérfræðingar stofunnar munu kynna fyrir fólki hlutdeildarlán og hvaða kröfur þarf að uppfylla til að geta fjármagnað húsnæðiskaup með slíkum lánum.

Hlutdeildarlán eru úrræði fyrir tekju- og eignaminni fyrstu kaupendur. Lántakandi leggur fram eigið fé sem þarf að vera að lágmarki 5% umfram skuldir. LÍN skuldir eru þó ekki taldar með og greiðslur frá LÍN  eru ekki taldar til tekna. Sé eigið fé umfram 6,5% kemur það sem umfram er til lækkunar á hlutdeildarláninu.

Lánin eru vaxta- og afborgunarlaus. Þau eru veitt til 10 ára en lántakandi getur einhliða framlengt um 5 ár í senn, þó að hámarki til 25 ára. Lánin greiðast til baka við sölu fasteignar í hlutfalli af söluverði.

Fyrstu kaupendur eða aðilar sem hafa ekki átt íbúð í 5 ár geta sótt um hlutdeildarlán. Umsækjendur þurfa að standast greiðslumat hjá viðskiptabönkum eða lífeyrissjóðum og má greiðslubyrði ekki fara upp fyrir 40% af ráðstöfunartekjum skv. reglum Seðlabanka Íslands.  Kaupendur geta sótt um hlutdeildarlán þegar þeir hafa fundið rétta eign eða sótt um lánsvilyrði sem gildir þá í þrjá mánuði frá því að það er gefið út. Ákveðin skilyrði eru sett varðandi lágmarksstærð og hámarksverð íbúða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vill skattleysi eldri borgara – segir þá búna að leggja sitt af mörkum á langri ævi

Vill skattleysi eldri borgara – segir þá búna að leggja sitt af mörkum á langri ævi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fái að reykja mentól sígarettur í fjögur ár í viðbót – Hæfilegur undirbúningstími

Fái að reykja mentól sígarettur í fjögur ár í viðbót – Hæfilegur undirbúningstími
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segja lífeyrissjóði ekki viljuga til að hjálpa Grindvíkingum – „Ekki treystandi til að sýsla með sjóðina okkar“

Segja lífeyrissjóði ekki viljuga til að hjálpa Grindvíkingum – „Ekki treystandi til að sýsla með sjóðina okkar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fullveldisráðstefna Dansk-íslenska félagsins í Veröld, húsi Vigdísar

Fullveldisráðstefna Dansk-íslenska félagsins í Veröld, húsi Vigdísar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Djöfullinn sjálfur

Óttar Guðmundsson skrifar: Djöfullinn sjálfur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vandamálið í dag er þung greiðslubyrði lána en ekki yfirveðsetning eins og í hruninu, segir umboðsmaður skuldara

Vandamálið í dag er þung greiðslubyrði lána en ekki yfirveðsetning eins og í hruninu, segir umboðsmaður skuldara