fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Steinunn Ólína mætt til leiks sem fastur pistlahöfundur á Eyjunni

Eyjan
Föstudaginn 3. nóvember 2023 13:30

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mynd: Kári Sverrisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er mætt til leiks sem fastur pistlahöfundur hér á Eyjunni og munu pistlar hennar birtast á föstudögum. Fyrsti pistill hennar birtist í morgun undir yfirskriftinni Út úr heimsósómanum.

Hún veltir því fyrir sér hvort mannkynið sé ekki bara hamstrar fastir í hjóli sem snýst eins og jörðin. „Við lifum í eilífum endurtekningum, þrætum með nýjum persónum og leikendum. Hver keimlíki skandallinn rekur annan, eilífðarstyrjaldir geisa og lítið verður okkur ágengt því miður, þrátt fyrir andvökunæturnar, erjurnar, svo ekki sé minnst á *geðbólgurnar sem hrjá mann þegar maður telur sig hafa rétt fyrir sér og aðrir rangt.“

Steinunn Ólína segist stundum vera þungt haldin af heimsverk sem lýsir sér í því að hún hefur miklar áhyggjur af ástandi mála á íslandi og jafnvel í heiminum og ímyndar sér að með geðvonsku sinni geti hún hreyft við annars verklausu en prúðbúnu fólki hjá Sameinuðu þjóðunum.

Af og til hefur mér þó tekist að slíta mig lausa frá heimsósómanum, stundum þvert gegn vilja mínum því aðstæður hafa beinlínis krafist þess, stundum vegna vinnu en nú á síðustu árum æ oftar með beinum vilja.

Þegar maður snýr aftur til mannheima sér maður ævinlega að ekkert hefur breyst og ég verð æ fljótari að snúa mér undan. Ekki af því að mér sé sama, langt í frá. Þetta er bara sorglega líkt því að labba inn á bar og hitta fólk sem maður var að djamma með fyrir 20 árum og heyra allar handraðasögurnar aftur. Bara súrari og sárari.“

Í ljósi síendurtekins klúðurs mannkynsins veltir hún því fyrir sér hvort mannsheilinn sé ef til vill ekki jafn fullkominn og af er látið.

Hvað er til ráða þegar maður missir trúna á mannkynið? Á maður að loka sig frá umheiminum? Á maður bara að snúa sér að sínum nánustu? Ég hef engin svör en eitthvað segir mér að mannkynið verði nú og kannski sem aldrei fyrr að standa saman til að verja sína eigin tegund. Ef mannkynið á yfirleitt áframhaldandi erindi hér á jörðinni?“ skrifar Steinunn Ólína.

Við vitum öll hvað manneskjum er dýrmætast þegar við gefum okkur næði til að hugsa það til enda. Allt sem er best er frítt, á okkar valdi og fæst með nánd, elsku og hlýju og þær systur höfum við með okkur í för, ef við bara viljum. Manndýrinu verður ekki bjargað með dilkadrætti, sérgæsku og ásökunum, svo mikið er víst.“

Pistil Steinunnar Ólínu í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“