fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Eyjan

Skora á Pálmar að stíga til hliðar og segja aðgerðarleysi Samtaka atvinnulífsins „verulega gagnrýnisvert“

Eyjan
Mánudaginn 9. október 2023 12:04

Pálmar Óli Magnússon, stjórnarformaður Birtu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands skorar á Pálmar Óla Magnússon, stjórnarformann Birtu lífeyrissjóðs, að stíga til hliðar á meðan rannsókn á meintum brotum Samskipa gegn banni við ólögmætu samráði. Þetta kemur fram í ályktun sem birt var á vef RSÍ nú fyrir stundu en eins og komið hefur fram starfaði Pálmar Óli sem framkvæmdastjóri millilandssviðs Samskipa á þeim tíma á þeim tíma sem er til rannsóknar og varð til þess að skipafélagið fékk 4,2 milljarða sekt frá Samkeppniseftirlitinu.

„Seta Pálmars Óla í stjórn og sem stjórnarformaður Birtu lífeyrissjóðs getur haft þær afleiðingar að skaða ímynd Birtu meðal sjóðsfélaga og almennings og haft bein áhrif á trúverðugleika og orðspor sjóðsins,“ segir í ályktun RSÍ en miðstjórn sem og fulltrúaráð Birtu lífeyrissjóðs meta að Pálmar Óli uppfylli ekki lengur skilyrði í samþykktum lífeyrisjóðsins þar sem kveðið er á um að gott orðspor stjórnarmanna.

Pálmar Óli, sem starfar sem forstjóri Daga hf., tók við stjórnarformennsku í Birtu í maí á þessu ári en hann neitar að víkja úr stólinum þrátt fyrir að vera með réttarstöðu sakbornings í málinu. Pálmar Óli er fulltrúi Samtaka atvinnulífsins í stjórn Birtu og hafa samtökin haft hæfi hans til skoðunnar síðan að málið kom upp. Niðurstaðan virðist þó hafa orðið sú að reglur heimiluðu ekki að hróflað yfir við Pálmari Óla og við það er miðstjórn RSÍ allt annað en sátt og telja að breytinga sé þörf.

„Miðstjórn RSÍ telur aðgerðaleysi Samtaka atvinnulífsins gagnvart þessu máli verulega gagnrýnivert og vekur upp spurningar um það hvort eðlilegt sé að fulltrúar atvinnurekenda sitji í stjórnum sjóða sem hafa það eitt markmið að tryggja launafólki lífeyri á efri árum. Einsýnt er að nauðsynlegt er að gera breytingar á aðkomu atvinnurekenda í stjórnum lífeyrissjóða,“ segir í ályktuninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi