fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Hver stuðningsmaður Trump á fætur öðrum játar sekt varðandi kosningasvindl í Georgíu

Eyjan
Fimmtudaginn 26. október 2023 09:00

Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrst var það einn, svo voru það tveir, síðan þrír og nú eru þeir orðnir fjórir. Mál Donald Trump varðandi tilraunir hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 við sér í hag, virðist nú vera að springa í höndunum á honum.

Nú síðast játaði Jenna Ellis, stuðningskona hans, að hafa haft rangt við í Georgíuríki þegar hún, ásamt fleirum úr lögfræðingateymi Trump, reyndu að snúa úrslitum forsetakosninganna við.

Trump er ásamt Ellis og 17 öðrum til viðbótar ákærður fyrir að hafa reynt að hafa rangt við með því að snúa úrslitum kosninganna við. Saksóknari gaf ákæruna út á grunni ákvæðis er varðar skipulagða glæpastarfsemi.

Ellis játaði fyrir dómi að hafa dreift röngum fullyrðingum um forsetakosningarnar og hafi það verið hluti af verkefni hennar sem meðlims í „úrvalsliði“ lögfræðinga. Hún verður dæmd í fimm ára skilorðsbundið fangelsi, til að greiða 5.000 dollara í sekt og til að sinna samfélagsþjónustu í 100 klukkustundir. Auk þess hefur hún skrifað bréf til íbúa í Georgíu og beðið þá afsökunar. Hún gerði einnig samning við saksóknara um að bera vitni gegn Trump.

Áður hafði Sidney Powell, fyrrum lögmaður Trump, játað sekt í málinu eftir að hún gerði samning við saksóknara. Það kom mörgum á óvart því hún er meðal þeirra sem hafa gengið harðast fram í að halda því fram að sigrinum í forsetakosningunum hafi verið stolið frá Trump.

Ken Chesebro, sem er þekktur lögmaður, hefur einnig játað sekt í málinu og það gerði Scott Hall, kosningaeftirlitsmaður úr röðum Repúblikana, einnig.

Allar þessar játningar virðast vera að færa málið yfir á nýtt og hættulegt stig fyrir Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu