fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

Kristrún skaut fast á Sjálfstæðismenn – Efnahagsstefna Bjarna var komin í þrot

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 14. október 2023 16:00

Mynd/Samfylkingin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, skaut föstum skotum á Bjarna Benediktsson og Sjálfstæðisflokkinn í ræðu sinni á fundi flokkstjórnar Samfylkingarinnar í dag. Fundurinn er fram í Hofi á Akureyri.

Kristrún sagðist lítið hafa að segja um upphlaupin og ringulreiðina í ríkisstjórninni þessi misserin. Hins vegar ríkti óstjórn í efnahagsmálum og ljóst að fráfarandi fjármálaráðherra skili ekki góðu búi. 8 prósenta verðbólgu og stýrivöxtum í 9,25 prósentum.

„Og nú heyrast neyðaróp frá Landhelgisgæslunni — eins og við heyrðum frá Fangelsismálastofnun í fyrra. Dómsmálaráðherra svaraði fyrirspurn minni um þetta á Alþingi á þá leið að Landhelgisgæslan væri vissulega vanfjármögnuð og væri búin að gera allt sem í hennar valdi stæði til að hagræða. Ef ekki fengist meira fjármagn — þá þyrfti að selja þyrlu, flugvél eða skip,“ sagði Kristrún í ræðunni. „Hvers konar stjórnarhættir eru þetta? Og hvers konar arfleifð er þetta — eftir áratug með ráðuneyti fjármála og ráðuneyti dómsmála? Þessi staða er hreint og beint til skammar fyrir Sjálfstæðismenn.“

Katrín að verja arfleið Sjálfstæðismanna

Þetta væri til marks um að efnahagsstefna Bjarna hafi verið komin í þrot. Burt séð frá bankasölunni og þrátt fyrir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerði allt sem í hennar valdi stendur til að verja arfleið Sjálfstæðismanna í efnahagsmálum og arfleið þeirra við einkavæðingu banka sem hlotið hafi áfellisdóm Ríkisendurskoðunar, Seðlabankans og nú Umboðsmanni Alþingis.

Fundurinn fer fram í Hofi á Akureyri. Mynd/SinfoniaNord

„Mikil orka hefur farið í að ræða um persónu fráfarandi fjármálaráðherra í vikunni, og því m.a. velt upp að formaður Sjálfstæðisflokksins hafi mögulega styrkt stöðu sína — þegar hann sagði af sér einu valdamesta embætti landsins, sem hann hefur gegnt í áratug. Hvað get ég sagt? Ég held satt best að segja að slíkar bollaleggingar séu víðs fjarri veruleika venjulegs fólks og skipti litlu máli,“ sagði Kristrún.

Taka árangur í könnunum ekki sem gefnum

Kristrún lýsti stefnu Samfylkingarinnar í ræðunni og sagði að þó að skoðanakannanir litu vel út væri ekki rétti tíminn til að ofmetnast og halla sér aftur. Engu ætti að taka sem gefnu. Samfylkingin ætlaði sér ekki að gera sömu mistök og aðrir stjórnarandstöðuflokkar sem mælst hafa vel á miðju kjörtímabili en svo mistekist að ávinna sér traust þjóðarinnar í raun þegar á hólminn var komið.

„Við ætlum ekki að lofa öllu fögru. Við ætlum ekki að fara fram með ósamrýmanleg markmið. Og við ætlum ekki að sóa tíma í einhvern pólitískan æsing,“ sagði Kristrún. „Það er þess vegna sem við erum að undirbúa okkur og taka þetta málefnastarf svona alvarlega. Eitt skref í einu. Allt samkvæmt áætlun.“

„Takið hann bara“

Lýsti hún meðal annars áherslum í atvinnu og samgöngumálum og efnahags og skattamálum til að tryggja velferð.

„Mín skilaboð til ríkisstjórnarinnar og nýs fjármálaráðherra eru þessi: Kjarapakki Samfylkingarinnar er besta leiðin til að milda þetta högg sem nú hlýst af verðbólgunni og koma í veg fyrir að ástandið vindi óþarflega upp á sig. Takið hann bara. Þið megið eiga þessar tillögur og taka heiðurinn. Okkur er sama — við viljum bara sjá verðbólguna og vextina fara niður,“ sagði Kristrún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar