fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Fjármagnskostnaður verktaka hefur þrefaldast – útilokað annað en að íbúðaverð hækki áfram, segir forstjóri ÞG-verks

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 14. október 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kostnaður við fjármögnun á byggingarstigi íbúða nemur nú um 20 prósentum af söluverði þeirra og hefur þrefaldast frá því vextir voru lægstir að sögn Þorvaldar Gissurarsonar, stofnanda, eiganda og forstjóra ÞG-verks, sem er eitt stærsta byggingafélag landsins. Hann segir fjármagnskostnað á byggingarstigi hafa þrefaldast og útilokað annað en að íbúðir muni hækka í verði.

Þorvaldur er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Þorvaldur Gissurarson - Staðan.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Þorvaldur Gissurarson - Staðan.mp4

Staðan er í sjálfu sér þannig núna, ég tala nú ekki um þegar fjármagnskostnaður hefur þróast eins og nú er, að framlegð af íbúðarbyggingum hefur dregist þannig saman að hún er að verða ansi lítil, skulum við segja,“ segir Þorvaldur. „Staðan er ekki lengur sú að það sé einhver gífurlegur hagnaður af því að byggja íbúðarhúsnæði. Þvert á móti. Þess vegna getum við ekki gert ráð fyrir því að íbúðarverð lækki. Ég held að það sé algerlega útilokað. Eins og kostnaðarhliðin hefur þróast þá er útilokað annað en að íbúðarverð hækki.“

Þorvaldur segir erfitt að svara þeirri spurningu hvert sé hlutfall fjármagnskostnaðar af byggingarkostnaði íbúða. „Það er afskaplega mismunandi hvernig fyrirtæki í greininni fjármagna sig. Þau hafa mismikið eigið fé til að setja í verkefnin og þau geti gert mismunandi kröfur til ávöxtunar eiginfjár og svo framvegis. En ef við gefum okkur að það, sem er nokkuð hefðbundið í greininni, að bankafjármögnun sé svona 70 prósent af byggingarkostnaði og eiginfjárhlutinn 30 prósent þá stöndum við frammi fyrir því núna að kostnaður við framkvæmdafjármögnun er svona í kringum 12,5 prósent og ríflega það í einhverjum tilvikum,“ segir Þorvaldur.

Fjármagnskostnaður 20 prósent af söluverði nýrra íbúða

Gefum okkur að ávöxtunarkrafa til eiginfjár sé ívið hærri, um 15 prósent. Ef við horfum til þess í svona sviðsmynd að byggt sé fjölbýlishús sem sé í skipulags- og hönnunarferli og undirbúningi í sex mánuði, 18-20 mánuði í byggingu og síðan í sex mánuði eða svo í einhverri sölumeðferð þá reiknast mér til að miðað við núverandi aðstæður sé fjármögnunarkostnaður í kringum 150 þúsund krónur á hvern fermetra sem er um það bil 20 prósent af söluverði íbúða.“

Þorvaldur segir fjármagnskostnað hafa þrefaldast nú frá því að hann var lægstur, auk þess sem kostnaður við lóðir og opinber gjöld hafi líka þrefaldast á stuttum tíma.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Hide picture