fbpx
Laugardagur 28.janúar 2023
Eyjan

Gagnrýna nafnlausan pistil um Kristrúnu Frostadóttur – „Til hamingju Viðskiptablaðið með að hafa náð nýjum botni“

Eyjan
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoðanapistill í Viðskiptablaðinu hefur vakið töluverða athygli, einkum vegna þeirrar fyrirsagnar sem upphaflega var notuð – en henni hefur nú verið breytt.

Um er að ræða nafnlausa pistilinn Tý en að þessu sinni fjallaði hann um formann Samfylkingarinnar, Kristrúnu Frostadóttur. Bar pistillinn upphaflega fyrirsögnina „ótímabært sáðlát“ sem mörgum þótti ósmekklegt.

Fjallar pistillinn um nýlega fylgisaukningu Samfylkingarinnar og hvort jafnaðarmenn séu ekki að fagna henni of snemma þar sem enn sé langt í næstu kosningar.

Nú hefur fyrirsögninni verið breytt í „ótímabær fögnuður“.

Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt pistilinn er Þórður Snær Júlíusson, annar ritstjóra Heimildarinnar.

„Litlir kallar að gera það sem litlir kallar gera. Skíta upp á bak og vona að skíturinn hverfi vegna þess að þeir láta eins og sé ekki þarna. En lyktina finna allir. Ágætt að þessi vettvangur minnstu nafnlausu kallanna opinberi sig aftur og aftur og aftur fyrir það sem hann er.“

Inn á Facebook-hóp Fjölmiðlanörda, var einnig vakin athygli á pistlinum og bent á að líklega myndi enginn skrifa með þessum hætti um karlmann í stjórnmálum.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Árborg, skrifar á Facebook að það sé ekkert annað en sorglegt að fylgjast með Viðskiptablaðinu reyna að gera lítið úr Kristrúnu Frostadóttur.

„Þessi fyrirsögn og froðan sem fylgir með er hins vegar algjörlega til skammar fyrir alla sem að henni koma og þeim til minnkunar. Til hamingju Viðskiptablaðið með að hafa náð nýjum botni“

Fleiri hafa gagnrýnt þessi skrif og kallað þau lágkúru, kvenfyrirlitningu og ömurð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kosning um verkfall hefst á morgun – Nær til starfsstöðva Íslandshótela á félagsvæði Eflingar

Kosning um verkfall hefst á morgun – Nær til starfsstöðva Íslandshótela á félagsvæði Eflingar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þessu tapa Eflingarfélagar á því að missa möguleikann á afturvirkum kjarasamningi

Þessu tapa Eflingarfélagar á því að missa möguleikann á afturvirkum kjarasamningi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví: „Það ætti að hringja öll­um viðvör­un­ar­bjöll­um“

Björn Leví: „Það ætti að hringja öll­um viðvör­un­ar­bjöll­um“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Simmi Vill segir að svona sé hægt að sporna gegn frekari verðbólgu á Íslandi

Simmi Vill segir að svona sé hægt að sporna gegn frekari verðbólgu á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jacinda Ardern segir af sér embætti forsætisráðherra

Jacinda Ardern segir af sér embætti forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýjar ásakanir á hendur umdeildum þingmanni – Sagður hafa stolið peningum frá hundi

Nýjar ásakanir á hendur umdeildum þingmanni – Sagður hafa stolið peningum frá hundi