fbpx
Laugardagur 28.janúar 2023
Eyjan

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar: „Með öllu óviðunandi og grafalvarlegt“

Eyjan
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna rafmagnsleysisins sem orsakaðist af því að Suðurnesjalína sló út í gær, þann 16. janúar. Þetta kemur fram í ályktun bæjarstjórnarinnar. Þá segir að alvarlegt ástand hafi myndast á öllum Suðurnsejum vegna þessa en rafmagn fór strax af öllu svæðinu í rúmar tvær klukkustundir. Um það bil 30 þúsund manns búa á svæðinu sem um ræðir en síðar fór heitt vatn, bæði neysluvatn og hitaveita af. Síma- og netsamband fór svo einnig af öllu svæðinu.

„Það er með öllu óviðunandi og grafalvarlegt að slíkt skuli geta gerst árið 2023,“ segir í ályktuninni. „Fulltrúi Landsnets upplýsti í fréttum að ef Suðurnesjalína 2 hefði verið komin í gagnið hefði mátt koma í veg fyrir slíkt hrun innviða.

Í ályktuninni skorar bæjarstjórn Reykjanesbæjar á Sveitarfélagið Voga og Landsnet að leysa strax úr ágreiningi um lagnaleiðir Suðurnesjalínu 2 og leiða það mál til lykta sem allra fyrst svo hægt sé að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum.

„Bæjarstjórn skorar einnig á fyrirtæki sem veita síma- og netþjónustu til að tryggja lengri uppitíma á varaafli en raunin var í gær.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kosning um verkfall hefst á morgun – Nær til starfsstöðva Íslandshótela á félagsvæði Eflingar

Kosning um verkfall hefst á morgun – Nær til starfsstöðva Íslandshótela á félagsvæði Eflingar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þessu tapa Eflingarfélagar á því að missa möguleikann á afturvirkum kjarasamningi

Þessu tapa Eflingarfélagar á því að missa möguleikann á afturvirkum kjarasamningi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví: „Það ætti að hringja öll­um viðvör­un­ar­bjöll­um“

Björn Leví: „Það ætti að hringja öll­um viðvör­un­ar­bjöll­um“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Simmi Vill segir að svona sé hægt að sporna gegn frekari verðbólgu á Íslandi

Simmi Vill segir að svona sé hægt að sporna gegn frekari verðbólgu á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jacinda Ardern segir af sér embætti forsætisráðherra

Jacinda Ardern segir af sér embætti forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýjar ásakanir á hendur umdeildum þingmanni – Sagður hafa stolið peningum frá hundi

Nýjar ásakanir á hendur umdeildum þingmanni – Sagður hafa stolið peningum frá hundi