fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Hildur segir stjórnarandstæðinga slá ryki í augu fólks

Eyjan
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 15:30

Hildur Sverrisdóttir. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint var frá því í byrjun vikunnar að fjármálaeftirlit Seðlabankans telur að Íslandsbanki hafi brotið lög þegar 22,5% hluti ríkisins í bankanum var seldur í mars á síðasta ári.

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðlimur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir stjórnarandstæðinga nýta sér fréttir þess efnis til að „þyrla upp enn meira ryki misskilnings um þetta mál.“

Þetta kemur fram í pistli sem Hildur skrifar en pistillinn var birtur á Vísi í dag. „Þingmaður Samfylkingarinnar þóttist þannig greina tvískinnung í málflutningi stjórnarliða um að lög hefðu ekki verið brotin í málinu,“ segir hún í pistlinum.

„Ekki þarf að kynna sér málið mikið til að sjá þar er um ódýran málflutning að ræða.“

Hildur segir að umræðan á formlegum vettvangi stjórnmálanna hafi snúið að þætti stjórnvalda í sölunni.

„Um þau atriði gerði Ríkisendurskoðun úttekt og skilaði þinginu skýrslu í nóvember. Skýrslan er enn til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en það hefur ekki farið framhjá þeim sem hafa fylgst með málinu að samkvæmt orðum ríkisendurskoðanda benti ekkert til lögbrota af hálfu þeirra sem til skoðunar voru á vettvangi embættisins.“

Þá segir Hildur að ummæli stjórnarliða um að lög hafi ekki verið brotin beinist að sjálfsögðu að þessu. Hún segir að ódýrt sé að ýja að öðru.

„Fjármálaeftirlit Seðlabankans tók í framhaldinu til athugunar aðgerðir ráðgjafanna sem fengnir voru til framkvæmdar útboðsins. Þeir aðilar bera eðli málsins samkvæmt sjálfir ábyrgð á framgöngu sinni, og eðlilegt að því fylgi afleiðingar hafi hún ekki staðist lög.“

Í pistlinum kemur fram að Hildi finnist aumt að fylgjast með fulltrúum stjórnarandstöðunnar „grípa enn og aftur í málflutningstakta sem virðast ganga út á það eitt að slá ryki í augu fólks.“ Hún segir að síðan málið hófst hafi gífuryrði yfirtekið alla skynsama umræðu um málið og að vonbrigði margra stjórnarandstöðuþingmanna hafi verið nánast áþreifanleg þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar var ekki „dramatískari en þau höfðu gert sér vonir um.“

„Nú á að freista þess að ýja að því að það sem er til umfjöllunar á milli fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka hafi eitthvað að gera með aðgerðir og umræðu ráðherra eða annarra stjórnarliða, þvert á hið rétta.

Einhver gæti sagt að hér sé einfaldlega um að ræða illa dulbúna rökþurrð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis