fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Eyjan

Jakob Frímann: Látum útlenska ferðamenn borga fyrir hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkur – fjármögnum innviði með því að láta notendur greiða

Ólafur Arnarson
Mánudaginn 18. september 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins segir hægt að fjármagna rafmagnshraðlest frá Reykjavík til Keflavíkur fyrir erlenda peninga, láta erlenda ferðamenn borga hana í gegnum notkun á henni. Slík framkvæmd eigi ekki og megi ekki valda þenslu og sársauka fyrir almenning hér á landi. Hann segir ferðaþjónustuaðila innan Gullna hringsins telja að innan fimm ára geti fjöldi ferðamanna hér á landi tvöfaldast.

Jakob Frímann er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Jakob Frímann Magnússon - 2.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Jakob Frímann Magnússon - 2.mp4

„Nú tek ég sem dæmi gamla og viðvarandi hugmynd um rafmagnslest frá Reykjavík til Keflavíkur. Það er hægt að fjármagna slíka nútímalega hraðlest með erlendum peningum og notendurnir eru stærstan part erlendir þannig að slík framkvæmd sem er niðurgreidd bókstaflega af notendunum sjálfum, með erlendum greiðslukortum, á ekki að þurfa að hafa nein áhrif á hagkerfið hér. Hún hvorki á né má gera það,“ segir Jakob.

Hann segir sama gilda um vegina. „Nú erum við smám saman að sammælast um það að þeir borga sem nota og notendurnir eru ekki lengur íslenskir heldur eru þeir mestan part erlendir. Þeir eiga að borga fyrir notkun á vegunum og þannig niðurgreiða þann kostnað sem verður af því að gera þá boðlega.“

Jakob segir alltaf sett samasemmerki milli þess að fjárfesta í innviðum og svo öllum þeim verkjum sem þenslan veldur blásaklausu fólki sem ekkert hefur að gera með ferðaþjónustuna eða innviðauppbyggingu.

„Hitt er auðvitað líka að við erum á þeim stað í dag að vera með 2,2 milljónir ferðamanna á blaði, en það er miklu nær því að vera 2,6 milljónir þegar þú tekur alla farþegana með, skipafarþegana líka. Þessir aðilar sem ferðast um í rútu, sem sagt aðilar „Gullna hringborðsins“, ábyrgir og mætir aðilar á vettvangi, sveitarstjóri og alls kyns stólpar á Gullna hringssvæðinu. Þeir ferðuðust með okkur á svæðinu frá þjóðgarði þar sem fyrsti fundurinn var haldinn í þessari dagsferð okkar í umhverfis- og samgöngunefnd og á leiðinni vorum við að giska á það hvað það tæki langan tíma fyrir þennan fjölda, sem officialt í dag er 2,2 milljónir, að verða 4,4 milljónir. Niðurstaðan var fimm ár.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Hide picture