fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Heiðrún Lind Marteinsdóttir: Arðgreiðslur ekki meiri í sjávarútvegi en öðrum atvinnugreinum með áhættusaman rekstur

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 10. september 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segist ekki hafa orðið vör við að arðgreiðslur í sjávarútvegi séu meiri en í öðrum atvinnugreinum sem stundi áhættusaman rekstur. Hún segir greinina hins vegar ekki kveinka sér undan umræðu um það hvort kökunni sé skipt jafnt.

Stór sjávarútvegsfyrirtæki og eigendur þeirra hafa verið mjög fyrirferðarmikil í fjárfestingum í óskyldum greinum og hafa meðal annars fjárfest gríðarlega mikið í innlendum framleiðslufyrirtækjum, heildsölum og olíudreifingu, svo dæmi séu nefnd. Þá á Samherji ráðandi hlut í Eimskip.

Heiðrún Lind er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Heidrun Lind Klippa 3
play-sharp-fill

Heidrun Lind Klippa 3

Ólafur benti á að þessar miklu fjárfestingar í óskyldum greinum eru á sama tíma og sjávarútvegsfyrirtækin fjárfesta gríðarlega mikið í endurnýjun tækja- og skipakosts jafnframt því sem eigendur greiði sér drjúgan arð út úr fyrirtækjunum. Margir telji þetta benda til að sjávarútvegurinn greiði of lítið fyrir aðganginn að hinni verðmætu auðlind.

Ég skil þessa umræðu bara mjög vel og við kveinkum okkur ekkert undan henni, að til umræðu sé hvort kökunni sé skipt jafnt,“ segir Heiðdís Lind. „Þá finnst mér líka mikilvægt að við horfum á myndina og hvernig þessu er skipt. Ef ríkið tekur til sín þriðjung af afkomu fiskveiða er auðvitað stór hluti eftir inni í fyrirtækjunum sjálfum, óútleystur hagnaður sem blessunarlega, og þar finnst mér sjávarútvegurinn hafa sýnt mikla ábyrgð þessi ár frá hruni þegar vel hefur gengið í sjávarútvegi til að nýta góða tíma einmitt til þess að fjárfesta í nýjum tækjum, búnaði, nýsköpun og skipum til þess að búa sig undir samkeppnina fram veginn og halda áfram verðmætasköpun til framtíðar,“ segir hún.

Hún segir að horfa verði til þess að eigendur fyrirtækjanna hafi lagt til fjármagn, vinnu, tíma og þekkingu og þeir fái greiðslur til sín fyrir þá fjárfestingu. „Ég hef ekki séð að arðgreiðslur úr sjávarútvegi hafi verið meiri en úr öðrum atvinnugreinum þar sem rekstur er áhættusamur. Það er í raun alveg sama hvaða kennitölur við skoðum, það drýpur ekkert smjör af hverju strái í sjávarútvegi. Ég ætla ekki að hafa skoðun á því í hvað fólk sem fjárfestir í sjávarútvegi eða öðrum atvinnugreinum og fær til baka arð úr þeirri fjárfestingu nýtir þá fjármuni. Umræðan er hins vegar oft svona. það má ekki flytja fjármuni til útlanda, það má ekki fjárfesta í íslensku atvinnulífi.

Umræðan er líka um það hvort sá sem á eitthvað í sjávarútvegi megi fjárfesta í öðru sjávarútvegsfyrirtæki þannig að í hvað eiga fjármunirnir þá að fara annað en að fara í vinnu, góða vinnu í öðrum fyrirtækjum þar sem verið er að skapa verðmæti. Kannski er ég sjálf stödd í einhverri búbblu með þetta. Mér finnst þetta dálítið sérkennileg umræða. En við kveinkum okkur ekki undan þessari umræðu um það hvort kökunni sé skipt með réttmætum hætti. Þá er það bara ákvörðun Alþingis frá einum tíma til annars hvor svo sé eða ekki,“ segir Heiðrún Lind.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Hide picture