fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar rektor rembist eins og rjúpa við staur

Eyjan
Laugardaginn 26. ágúst 2023 17:00

Ole Anton Bieltvedt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef nefnt það áður, í mínum skrifum, að ég bý í nánd við Listaháskóla Íslands. Þar er vegleg fánastöng, sem almennt er lítið notuð, en á því er gerð undatekning á Hinsegin daginn. Þá er mikið flaggað og stíft. Auðvitað með regnbogafána hinsegin- og transfólks.

Í fyrra var hinsegin flaggið híft, þá 6. ágúst, og hékk flaggið við hún, ekki í daga eða vikur, heldur mánuði. Var flaggið meira orðið hálfgerð drusla, en alvöru flagg, í lokin. Fyrir undirrituðum vafasamt óhóf og yfirkeyrsla, sem snart líka aðeins taugakerfið.

Á þjóðhátíðardaginn sá rektor hins vegar ekki ástæðu til að fagna fullveldinu, með þjóðfánahífi, eftir því sem ég bezt veit, hvað þá dögum eða vikum saman, en núna, 12. ágúst, á Hinsegin degi þessa árs, klikkaði hún ekki á að fagna og hylla hinsegin- og transfólk með fánahífi. Blaktir fáninn enn, nú tveimur vikum seinna.

Listaháskólinn mun vera sjálfseignarstofnun, en hann er mest rekinn fyrir opinbert fé. Skattfé almennings. Í mínum huga orkar það tvímælis, að rektor skólans, sem ætti að vera hlutlaus og sýna öllum hinum ólíku hópum þjóðfélagsins sömu velvild og virðingu, skuli leyfa sér, að hampa einum þjóðfélagshópi sérstaklega, mikið og lengi, á grunni sinna persónulegu tilfinninga eða -afstöðu. Það mætti ætla, að rektor héldi, að skólinn væri hennar einkastofnun.

Hinsegin dagurinn snýst bara um einn fjölmargra og ólíkra samfélagshópa. Bara um hinsegin- og transfólk. Það mætti því velta því fyrir sér, hvort sú útlegging, að hinsegin fólk standi fyrir fjölbreytileika, allt litrófið; að regnbogafáni sé réttmætt tákn þess, standist. Fremur virðist rétt, að tala um einsleitni. Ekki verður séð, að gleðidagurinn og gleðigangan standi fyrir allt litrófið, eins og af er látið, heldur bara fyrir einn lit. Fyrir mér á því regnbogafáni hér ekki við. Er villandi.

Hvað með eldri borgara, hjólastólafólk, einhverfa, andlega fatlaða, dverga, líkamlega fatlaða, flóttafólk, öryrkja, íþróttamenn, blinda, örvhenta, námsmenn, sykursjúka, 2ja-metra-menn, (læknaða) alkóhólista, björgunarsveitarfólk, Pólverja, skákmenn, langtímaveik börn, heyrnarskerta, fjallgöngumenn, krabbameinssjúklinga, lesblinda?

Er hægt að tala um regnbogafánann, allt litrófið, án þeirra og margra annarra hópa?

Gleði rektors Listaháskólans og fánahíf bara fyrir hinsegin- og transfólk, svo að ekki sé talað um yfirkeyrða útfærslu, stenzt því vart.

Í eina tíð áttu hinsegin- og transfólk mjög í vök að verjast með sína sérstöðu, sem var vont, hörmungarstaða fyrir þetta fólk, sem auðvitað á rétt á viðkenningu, velvild og jafnrétti á við alla aðra þjóðfélagshópa, en nú, allt í einu, lætur þjóðfélagið eins og hinsegin og trans sé það flottasta; hópur, sem gleðjast verður yfir og hampa sérstaklega og meir en nokkrum öðrum hópi.

Svona veður afstaða til manna og málefna í þjóðfélaginu öfganna á milli, nánast eins og um múgsefjun væri að ræða, og þeir, sem eiga mikinn þátt í þessum öfgasveiflum, eru fólk eins og rektorinn margnefndi.

En hún er ekki ein. Nær hefði t.a.m. verið fyrir Reykjavíkurborg að byggja fleiri rampa fyrir hjólastólafólk, en að mála götur og stræti hinsegin fólki til heiðurs. Verzlunarfyrirtæki í Skeifunni, hefði fremur mátt lækka verð á mjólk og brauði, en að mála innganginn í flannalegum regnbogalitum. Prestar hefðu mátt taka sinn tíma í að lesa biblíuna betur, fremur en að standa að regnbogamálverki við sína kirkju.

Allir hafa sín sérkenni, vegna sinna erfðamengja og gena, sinna hneigða, vegna síns umhverfis og hlutskiptis í lífinu, síns áhuga og síns lífskrafts, en eiga samt fullan og sameiginlegan rétt á að falla inn í samfélagið, verða og vera fullgildir samfélagsþegnar og njóta stuðnings þess.

Það er ekkert réttlæti í því, að taka þarna einn hóp út úr og hampa honum sérstaklega af opinberum aðilum, Reykjavíkurborg, öðrum bæjar- og sveitarstjórnum, skólum, kirkjum, fyrirtækjum, fjölmiðlum, fréttamönnum, verzlunum o.s.frv. Fyrir mér eru þessir tilburðir í raun í ætt við sýndarmennsku og hræsni. Menn halda, að þetta sé flott.

Sérstaklega finnst mér réttur opinberra aðila til þessarar „dýrkunar“ og sérmeðferðar hinsegin fólks orka tvímælis, svo ég tali ekki um forsetaembættið. Þeir ættu að vera hlutlausir. Fyrir þeim ættu allir hópar að að hafa sama og jafna stöðu og njóta sömu velvildar, virðingar og stuðnings.

Við lifum sem betur fer í frjálsu samfélagi, þar sem allir hafa rétt á að hafa skoðun og tjá hana. Hér er það gert. Frjáls og fjölbreytt umræða, skoðanaskipti, er lífsnauðsyn fyrir frjálst samfélag og lýðræðið. Hver og einn getur svo hugsað málið og gert upp sinn hug. Forðast verður að láta almenningsálitið taka völd, einkum ef það er nánast komið á múgsefjunar stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er hættur – „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“

Brynjar er hættur – „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“