fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Segir peninga vera lykilinn að góðum árangri

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. júlí 2023 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skagamenn, sem nú spila í næst efstu deild í karlaknattspyrnunni, horfa nú fram á hvalreka sem gæti fleytt liði ÍA í hóp stórliðanna í íslenskum fótbolta. Þetta skrifar Ólafur Arnarson í Dagfarapistli á Hringbraut.

Tilefni pistilsins er umræða um hlutdeild Skagamanna í sölunni á Hákoni Haraldssyni frá Danmörku til Lille í Frakklandi. ÍA, sem er uppeldisfélag Hákons, seldi hann til FCK í Danmörku og samdi jafnframt um hlutdeild í áframsöluverði er hann yrði seldur þaðan. Nú hefur Hákon verið seldur til Lille fyrir fúlgur fjár.

ÍA hefur selt fleiri leikmenn á þessu ári og telur Ólafur að tekjur félagsins af sölu leikmanna verði vart undir 300 milljónum á þessu ári, jafnvel meiri, en talsverðar ýkjusögur um fjárhæðir eru á sveimi.

Gangi þetta eftir telur hann að Skagamenn verði í sterkri stöðu á næstunni og takist þeim að komast upp í efstu deild, sem raunhæfar líkur eru á, megi ætla að þeir hafi fjárhagslega burði til að fá til sín dýra og öfluga leikmenn, íslenska og erlenda. Þannig muni ÍA geta keppt við stórliðin í íslenskri knattspyrnu, Víking, Val og Breiðablik.

Ólafur víkur að því hve miklu máli skipti fyrir knattspyrnulið að taka þátt í Evrópukeppni. Hann gerir ráð fyrir því að Víkingur  fái 60 milljónir fyrir þátttöku sína í evrópukeppni í ár þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í fyrstu umferð. Meira lán hafi verið yfir Breiðablik sem komið sé í aðra umferð og muni fá tekjur upp á 150 milljónir og jafnvel meira ef vel tekst til í næstu leikjum, en Breiðablik mætir einmitt FCK frá Danmörku í fyrri leik liðanna í 2. umferð Evrópukeppni í kvöld. Þá tekur KA einnig þátt í evrópukeppni í ár og gæti tryggt sér 100 milljónir í tekjur með góðri frammistöðu.

Peningarnir ráða miklu um framgang félaga í karlaknattspyrnunni hér sem annars staðar.

Dagfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist