fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Leggjast eindregið gegn því að Sorpa reisi endurvinnslustöð í kirkjugarði – „Kirkjugarðar og grafreitir eru friðhelgir“

Eyjan
Þriðjudaginn 23. maí 2023 14:20

Lindakirkja. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stýrihópur á vegum Sorpu hefur lagt til að kirkjugarðurinn við Lindakirkju í Kópavogi verði minnkaður um einn hektara svo hægt verði að koma fyrir nýrri endurvinnslustöð við Arnarnesveg. Til að vega upp á móti þessu verði væntanlegur kirkjugarður í Rjúpnadal í Garðabæ stækkaður um einn hektara. RÚV greindi frá þessu.

Fréttir af þessum áformum hafa vakið athygli og umræðu og margir leggjast gegn þeim, þar á meðal samtökin Sorgarmiðstöð. Karólína Helga Símonardóttir, stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar, birtir áskorun til bæjarráðs Kópavogs á Vísir.is í dag. Þar segir:

„Allir þeir sem misst hafa ástvin, þekkja þá tilfinningu þegar taka þarf ákvörðun um hin hinsta hvílustað þeirra. Mörgum er þessi ákvörðun erfið, ber með sér erfiðan raunveruleika um síðasta andardrátt ástvinar þeirra og að eftir eru aðeins jarðneskar leifar. Það er í raun eitt af því fáa sem við getum gert fyrir látin ástvin okkar er að finna þeim góðan hvíldarstað og fyrir okkur sem syrgjum að þau muni fá að hvíla sína hinstu hvílu, á fallegum stað þar sem ríkir friður og ró.“

Karólína segir að þessi áform samrýmist ekki friðhelgi grafreita:

„Sorgarmiðstöð skorar á bæjarráð Kópavogs að hafna þessari hugmynd þar sem hún samræmist ekki friðhelgi grafreita, sbr. 6. gr. laga um kirkjugarða: Kirkjugarðar og grafreitir eru friðhelgir. Það er ekki leyfilegt að reisa mannvirki, starfrækja stofnanir eða reka fyrirtæki sem frá stafar hávaði eða ys við kirkjugarða.“

Karólína segir ennfremur:

„Með von og virðingu um að starfshópur Sorpu endurskoði tillögu sína og Bæjarráð Kópavogs standi saman og verji hinsta grafreit þeirra ástvina sem jarðsett eru í Lindakirkjugarði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur