fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Inga gefur ríkisstjórninni ekki háa einkunn fyrir baráttuna gegn verðbólgunni – 0,0 – „Því­líkt froðusnakk!“

Eyjan
Þriðjudaginn 2. maí 2023 12:00

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í nýrri fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar fyr­ir árin 2024-2028 seg­ir fjár­málaráðherra, Bjarni Bene­dikts­son, að fel­ist skýr mark­mið. Meðal ann­ars sé eitt mark­miðanna að styðja við Seðlabank­ann í því verk­efni að tempra verðbólgu. Því­líkt froðusnakk! Það fer ekki fram hjá nein­um að þetta er inn­an­tómt blaður,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu.

Inga bendir á að erlendis lækki stjórnvöld álögur til að takast á við verðbólguna en íslensk stjórnvöld fari öfuga leið:

„Í lönd­un­um í kring­um okk­ur sjá­um við hvernig þjóðirn­ar tak­ast með mis­mun­andi hætti á við verðbólg­una. Á Spáni sem dæmi lækkaði verðbólg­an um heil tvö pró­sentu­stig á milli mánaðanna fe­brú­ar og mars. Hvernig fóru Spán­verj­ar að því? Spænsk stjórn­völd lækkuðu álög­ur á bens­ín. Á sama tíma ákvað rík­is­stjórn Íslands að hækka hvern ein­asta bens­ín­lítra um níu krón­ur. Spænsk stjórn­völd drógu úr öll­um álög­um hvaða nöfn­um sem þær kunna að nefn­ast á meðan ís­lensk stjórn­völd réðust af afli á sam­fé­lagið með krónu­tölu­hækk­un­um. Skatta­hækk­an­irn­ar skiluðu sér svo beina leið út í verðlagið sem víta­mín­bætt fóður fyr­ir verðbólg­una.“

Inga segir að stjórnvöldum væri nær að sækja skattfé þangað sem nóg er til í stað þess að hækka álögur á almenning í gegnum neysluskatta:

„Hvarflaði að þeim að sækja þess­ar krón­ur í stór­út­gerðina sem græðir sem aldrei fyrr? Eða í bank­ana sem merg­sjúga sam­fé­lagið með ok­ur­vöxt­um og verðtrygg­ingu? Nei, að sjálf­sögðu hvarfl­ar ekki að þeim að sækja fjár­magn þar sem nóg er af því fyr­ir og all­ar hirsl­ur eru yf­ir­full­ar af pen­ing­um millj­arðamær­ing­anna sem þessi rík­is­stjórn vernd­ar með kjafti og klóm und­ir for­ystu VG.“

Inga staðhæfir að ríkisstjórnin sem nú situr við völd þjóni sérhagsmunum en ekki almannhagsmunum. „Enn og aft­ur skal fórna þeim efnam­inni á alt­ari græðginn­ar,“ segir hún. Í lok pistilsins fellir Inga þennan dóm:

„Ég gef bæði rík­is­stjórn­inni og fjár­mála­áætl­un henn­ar til næstu fjög­urra ára 0,0.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu