fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

„Það er ekki hægt að bjóða þjóðinni upp á þetta á 21. öldinni“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 14:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það hlýtur hver heilvita maður að sjá að þetta gengur ekki upp. Það er ekki hægt að bjóða þjóðinni upp á þetta á 21. öldinni,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag.

Guðrún gerði þar að umtalsefni svar sem hún fékk frá innviðaráðherra í gær um bundið slitlag á héraðs- og tengivegum og hvenær væri áætlað að ljúka lagningu bundins slitlags á þessa vegi.

Guðrún sagði í ræðu sinni í dag að svarið sem hún fékk hafi verið sláandi.

„Í svarinu kemur fram að alls séu tengi- og héraðsvegir á Íslandi samtals 6.045 km. Af þeim er bundið slitlag á einungis 1.633 km og því er möl á 4.412 km. Áætlaður kostnaður við að leggja bundið slitlag á tengivegi er um 150 milljarðar og er þá miðað við að kostnaður á hvern kílómetra sé um 70 milljónir króna. Kostnaður við að leggja bundið slitlag á héraðsvegi er áætlaður um 115 milljarðar og þá er miðað við að kostnaður á hvern kílómetra sé um 50 milljónir króna,“ sagði Guðrún.

Hún sagði að samkvæmt svari ráðherra muni það taka um 60 ár að koma bundnu slitlagi á alla tengivegi en þá sé miðað við þá 2,5 milljarða króna sem lagðir eru sérstaklega í þessi verkefni á hverju ári.

„Ef við bætum héraðsvegunum við á sama hraða erum við að tala um að það muni taka okkur um 100 ár að leggja bundið slitlag á bæði tengi- og héraðsvegi hér á landi. Það hlýtur hver heilvita maður að sjá að þetta gengur ekki upp. Það er ekki hægt að bjóða þjóðinni upp á þetta á 21. öldinni,“ sagði Guðrún sem hvatti til þess að þessari vinnu yrði flýtt.

„Hér á landi eru margir vegir með þeim hætti að fólk leggur líf sitt og heilsu að veði á hverjum degi við það eitt að keyra til og frá heimili sínu. Við skulum hafa það hugfast að þessir vegir eru lífæð okkar Íslendinga; þeir tengja landið, tryggja búsetu og dreifa ferðamönnum sömuleiðis betur um landið. Ég kalla eftir nýrri hugsun, nýjum lausnum og þjóðarátaki við að útrýma stórhættulegum malarvegum um land allt. Við getum ekki boðið samborgurum okkar upp á þetta næstu 100 árin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu