fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Óli Björn: Skuldir borgarinnar hækkað um 78 milljarða undir stjórn Samfylkingarinnar

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. apríl 2023 10:00

Óli Björn Kárason segir að undir stjórn Samfylkingarinnar hafi borgarsjóði ekki verið gerður neinn greiði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Samfylkingin komst til valda í Reykjavík árið 2010 hafa skuldir hækkað um 78 milljarða króna á föstu verðlagi. Þetta segir Óli Björn Kárason, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í grein sinni fer Óli Björn yfir fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar og bendir á að því miður sé ekki sérlega bjart yfir höfuðborginni. Borgarsjóður sé í fjárhagslegri kreppu og standi veikt.

„Af­leiðing­in er auk­inn van­mátt­ur borg­ar­inn­ar til að veita borg­ar­bú­um þá þjón­ustu sem þeir greiða fyr­ir. Nú er því miður svo komið að Reykja­vík­ur­borg er helsti óvissuþátt­ur­inn í þróun op­in­berra fjár­mála og þar með ógn við stöðug­leika á næstu árum,“ segir hann og bætir við að útgjöldin hjá borginni virðist stjórnlítil.

„Frá ár­inu 2014, þegar Dag­ur B. Eggerts­son sett­ist í stól borg­ar­stjóra, til 2021 hækkuðu rekstr­ar­gjöld­in um liðlega 39 millj­arða króna á föstu verðlagi. Sé litið yfir valda­tíma Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í borg­inni frá 2010 þá hafa rekstr­ar­gjöld A-hluta hækkað um rúma 53 millj­arða,“ segir hann en bendir á að heildartekjur borgarsjóðs hafi numið alls 142 milljörðum króna árið 2021 sem er 42 milljarða raunhækkun frá 2014. Borgin glími ekki við neinn tekjuvanda því vandamálið séu útgjöldin.

14 milljarða halli undir stjórn Dags

Óli Björn fer svo yfir nokkrar staðreyndir um þróun borgarsjóðs frá 2014 til 2021 og bendir til dæmis á að fasteignagjöld hafi skilað borginni 7,5 milljörðum króna meira 2021 en árið 2014. Þá bendir hann á að uppsafnaður halli á borgarsjóði í tíð Dags B. Eggertssonar sem borgarstjóra sé tæplega 14 milljarðar.

„Í byrj­un maí verður árs­reikn­ing­ur Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir liðið ár birt­ur. Því miður má reikna með því að mynd­in sem þá blas­ir við sé enn dekkri en hér hef­ur verið dregið upp. Bú­ist er við að hall­inn verði um og yfir 15 millj­arðar króna,“ segir Óli Björn sem bendir á að auðvitað verði reynt að fegra myndina eitthvað.

„Það hef­ur áður verið gert í sam­stæðuupp­gjöri borg­ar­inn­ar. Tekju­fært end­ur­mat á eign­um Fé­lags­bú­staða hef­ur numið tug­um millj­arða króna á síðustu árum. Slíkt end­ur­mat kem­ur ekk­ert við und­ir­liggj­andi rekst­ur borg­ar­inn­ar og tengdra fyr­ir­tækja. En þótt borg­ar­bú­ar njóti í engu slíkra bók­hald­sæfinga lina þær kannski sam­visku meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar sem hef­ur misst tök­in á rekstr­in­um,“ segir Óli Björn sem segir að tvennt sé öruggt.

„Reykja­vík­ur­borg verður að ráðast í rót­tæk­an upp­skurð og end­ur­skipu­lagn­ingu á rekstr­in­um. Og borg­ar­bú­ar geta, að óbreyttu, hætt að gera sér von­ir um að álög­ur verði lækkaðar á kom­andi árum – hvorki skatt­ar né gjald­skrár borg­ar­fyr­ir­tækja. Það er nöt­ur­leg staðreynd að Reyk­vík­ing­ar njóta í engu hag­kvæmni stærðar­inn­ar. Þvert á móti. Og það er áhyggju­efni fyr­ir okk­ur öll, hvort sem við búum í Reykja­vík eða í öðrum sveit­ar­fé­lög­um, að af­rek Sam­fylk­ing­ar­inn­ar við stjórn borg­ar­inn­ar skuli ekki síst birt­ast í því að fjár­hags­staða borg­ar­inn­ar er helsta áhyggju­efnið þegar op­in­ber fjár­mál eru ann­ars veg­ar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn