fbpx
Sunnudagur 28.maí 2023
Eyjan

735 milljón króna gjaldþrot Hótel Sögu – Rúmar 100 milljónir fundust í búinu

Eyjan
Þriðjudaginn 14. mars 2023 15:39

Hótel Saga árið 2013. Mynd: Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum er lokið í þrotabú Hótel Sögu ehf.  sem var rekstrarfélag samnefnds hótels. Í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu kemur fram að lýstar kröfur hafi verið tæpar 735 milljónir króna. Allar lýstar veðkröfur greiddust, að fjárhæð 36,7 milljónir króna, sem og forgangskröfur að upphæð 73 milljónir króna. Upp í samþykktar almennar kröfur að fjárhæð kr. 625.118.694 greiddust kr. 8.361.559, eða um 1,33%.

Hótel Saga ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta í september 2021 en þá hafði hótelið verið lokað í tæpt ár í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Félagið var í eigu Bændasamtaka Íslands og var, eins og áður segir, utan um rekstur hótelsins en að auki átti BÍ félagið Bændahöllina ehf. sem hélt utan um sjálfa fasteignina.

Svo fór að Háskóli Íslands keypti húsnæðið sem er í dag notað nýtt undir margskonar starfsemi HÍ sem og stúdentaíbúðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Tapist slíkt skaðabótamál er það fórnarkostnaður sem ráðherra mætti vera stolt af að hafa stofnað til“

„Tapist slíkt skaðabótamál er það fórnarkostnaður sem ráðherra mætti vera stolt af að hafa stofnað til“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sakar Svandísi um tvískinnung – Hefur áhyggjur af kvölum hvala en ekki vítiskvölum fólks

Sakar Svandísi um tvískinnung – Hefur áhyggjur af kvölum hvala en ekki vítiskvölum fólks
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolibri á toppnum hjá Great Place To Work – Launakerfið opið og allt starfsfólk getur séð laun hvert annars

Kolibri á toppnum hjá Great Place To Work – Launakerfið opið og allt starfsfólk getur séð laun hvert annars
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sakar forseta bæjarstjórnar Kópavogs um að fara ekki eftir stjórnsýslulögum

Sakar forseta bæjarstjórnar Kópavogs um að fara ekki eftir stjórnsýslulögum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að heilbrigðiskerfið sé ekki vanfjármagnað

Segir að heilbrigðiskerfið sé ekki vanfjármagnað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Grófari gaslýsing varla til að mati Ásthildar – „Rörsýn á einstefnu sem leiða mun til glötunar“ 

Grófari gaslýsing varla til að mati Ásthildar – „Rörsýn á einstefnu sem leiða mun til glötunar“