fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Eyjan

735 milljón króna gjaldþrot Hótel Sögu – Rúmar 100 milljónir fundust í búinu

Eyjan
Þriðjudaginn 14. mars 2023 15:39

Hótel Saga árið 2013. Mynd: Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum er lokið í þrotabú Hótel Sögu ehf.  sem var rekstrarfélag samnefnds hótels. Í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu kemur fram að lýstar kröfur hafi verið tæpar 735 milljónir króna. Allar lýstar veðkröfur greiddust, að fjárhæð 36,7 milljónir króna, sem og forgangskröfur að upphæð 73 milljónir króna. Upp í samþykktar almennar kröfur að fjárhæð kr. 625.118.694 greiddust kr. 8.361.559, eða um 1,33%.

Hótel Saga ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta í september 2021 en þá hafði hótelið verið lokað í tæpt ár í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Félagið var í eigu Bændasamtaka Íslands og var, eins og áður segir, utan um rekstur hótelsins en að auki átti BÍ félagið Bændahöllina ehf. sem hélt utan um sjálfa fasteignina.

Svo fór að Háskóli Íslands keypti húsnæðið sem er í dag notað nýtt undir margskonar starfsemi HÍ sem og stúdentaíbúðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur segir elda loga í Sjálfstæðisflokknum – „Hvenær sýður upp úr?“

Össur segir elda loga í Sjálfstæðisflokknum – „Hvenær sýður upp úr?“