fbpx
Þriðjudagur 06.júní 2023
Eyjan

Fyrirtæki geta póstlagt sendingar í póstbox

Eyjan
Mánudaginn 13. mars 2023 15:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú geta fyrirtæki nýtt sér póstboxin hringinn í kringum landið til að koma sendingum til viðskiptavina sinna. Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður þjónustu og markaða, segir að Pósturinn leiti sífellt leiða til þess að auka þjónustuna í takt við breyttar þarfir.

„Fyrirtæki hafa kallað eftir meiri sveigjanleika og vilja fleiri afgreiðslustaði sem ekki eru háðir opnunartíma pósthúsa en póstboxin eru alltaf opin og yfirleitt skammt frá. Spurningin hvernig getum við létt viðskiptavinum okkar lífið og sparað þeim dýrmætan tíma brennur alltaf á vörum okkar,“ segir hún.

Póstboxum hefur fjölgað ört síðastliðna mánuði en þau eru orðin 63 talsins víðsvegar um landið og Pósturinn er sífellt að bæta við. Fyrirtækjaeigendur hafa ekki farið varhluta af þessari þróun og nú fá þeir líka tækifæri til að nýta sér þennan sendingarmáta. Póstleggja má allar rekjanlegar sendinga í póstbox bæði innanlands og til útlanda. Þannig má stytta afhendingartímann og draga úr umstangi.

Fyrirtæki geta sett margar sendingar í hvert hólf og þetta tekur enga stund því ferlið er svo einfalt að sögn Ósk Heiðu. „Í stuttu máli, er skráðum og merktum pökkum stungið í hólf af hentugri stærð í póstbox í næsta nágrenni og boltinn er hjá okkur. Við hvetjum fyrirtæki til að prófa þessa nýju leið og við erum aldrei langt undan til þess að aðstoða ef þarf. Eftir sem áður er Fyrirtækjaþjónustan í boði fyrir þá sem vilja að við komum á staðinn til að sækja og senda pakka.“

Ósk Heiðar segir að fyrirtæki hafi tekið vel í þessa nýjung og eru séu ánægð með viðbótina. „Við prófuðum ferlið með nokkrum fyrirtækjum áður en við settum þjónustuna í loftið og það er óhætt að segja að það hafi gengið vel. Þau nefna að það sé ánægjulegt að það sé styttra að fara með sendingarnar og því gangi allt hraðar fyrir sig. Þeim finnst notendaviðmótið líka vel heppnað, kom þeim skemmtilega á óvart hvað það er auðvelt að póstleggja í póstbox,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Unnu til alþjóðlegra verðlauna á European Search Awards

Unnu til alþjóðlegra verðlauna á European Search Awards
Aðsendar greinarEyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton skrifar: Greinin sem ekki fékkst birt í Morgunblaðinu

Ole Anton skrifar: Greinin sem ekki fékkst birt í Morgunblaðinu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bónus opnar í Norðlingaholti

Bónus opnar í Norðlingaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fjasþjóðin

Óttar Guðmundsson skrifar: Fjasþjóðin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hrós Sigmundar Davíðs endaði með deilum

Hrós Sigmundar Davíðs endaði með deilum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

SAHARA styrkir stjórnendateymið

SAHARA styrkir stjórnendateymið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Verkakona með sterka réttlætiskennd birtir opið bréf til ríkisstjórnarinnar – „Er þá ekki í lagi að við hin fáum það sama?“

Verkakona með sterka réttlætiskennd birtir opið bréf til ríkisstjórnarinnar – „Er þá ekki í lagi að við hin fáum það sama?“