YAY stendur frammi fyrir miklum vexti um þessar mundir en YAY mun hefja starfsemi í Írlandi og Kanada á næstu vikum og fleiri lönd eru við sjóndeildarhringinn.
YAY er gjafabréfa app þar sem hægt er að kaupa, gefa og nota stafræn gjafabréf hjá um 250 samstarfsaðilum um land allt. Helstu viðskiptavinir YAY eru fyrirtæki og stofnanir sem nota Fyrirtækjaþjónustu YAY til að kaupa og senda fjölmargar gjafir í einu til starfsfólks og viðskiptavina með einföldum hætti á fyrirtækjavefsvæði YAY. Gjöfin fer beint í síma viðtakanda í YAY appið sem viðtakandi notar svo til að velja sér hina fullkomnu gjöf sem hentar hverju sinni, hvort sem það er upplifun, fatnaður, gisting, veitingahús eða hvað sem hugurinn girnist.