fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Sigmundur spyr hvort stjórnvöld eða vafasamir aðilar eigi að stýra komum hælisleitenda til landsins

Eyjan
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 21:20

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að ferðir hælisleitenda frá Venesúela til Íslands séu meðal annars seldar frá Íslandi. Bendir hann á að dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, hafi sagt að grunur leiki á að þetta tengist mansali.

Sigmundur fer yfir þessi máli í pistli á Facebook í kvöld og segir meðal annars:

„Ferðir til Vesturlanda eru oft seldar fólki sem hefur engan veginn efni á þeim með því skilyrði að viðkomandi skuldbindi sig til að greiða fyrir ferðirnar með einum eða öðrum hætti eftir að komið er á áfangastað.“

Segir hann það vekja furðu sína hvað lítill skilningur sé hér á landi á eðli þessara mála, ekki síst hjá stjórnvöldum.

Hann segir að bak við auglýsingar um ferðir til Íslands frá Venesúela virðist lítið búa annað en tilraunir til að selja fólki aðgang að betri lífskjörum á Íslandi. Hann segir jafnframt:

„Eiga slíkir aðilar að stýra komum hælisleitenda til landsins eða ætla stjórnvöld að gera það? Ísland er nú orðið eitt eftir af Norðurlöndunum sem velur fyrri kostinn. Öll hin hafa skipt um kúrs, enda umsoknir hér orðnar hlutfallslega 20 sinnum fleiri en í Danmörku!“

Sjá nánar með því að smella á tengilinn hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu