fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Segja Eflingu halda samfélaginu í gíslingu

Eyjan
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 14:30

Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkfall nýrra aðila innan Eflingar hófst á hádegi í dag. 70 vörubílstjórar hjá Samskipum, Skeljungi og Olíudreifingu, og 500 starfsmenn Berjaya-hótela og Edition lögðu niður störf kl. 12 og halda áfram í verkfalli þangað til því hefur verið aflýst af félaginu. Þegar eru um 300 Eflingarfélagar á Íslandshótelum í verkfalli.

Settur ríkissáttasemjari, héraðsdómarinn Ástráður Haraldsson, tók við hlutverki sáttasemjara í deilunni í gær og boðaði SA og Eflingu til fundar í morgun. Mbl.is greinir frá því merki séu á lofti um að sættir gætu náðst í deilunni. Rætt var við Sólveigu Önnu sem segir: „Við bind­um mikl­ar von­ir um að mögu­lega sé eitt­hvað að ger­ast.“ Segir Sólveig Anna að samningsvilji Eflingar sé mikill í deilunni.

Morgunblaðið fer hörðum orðum um Eflingu í dálkinum Staksteinar í morgun og segir félagið halda samfélaginu í gíslingu. Er þar vitnað til viðtals við forstjóra Icelandair, Boga Nils Bogasonar:

„Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að flug til og frá land­inu stöðvist ekki seinna en í næstu viku, verði verk­falli eldsneyt­is­flutn­inga­bíl­stjóra í Efl­ingu haldið til streitu. Ekki vegna þess að ekki sé nóg til af flug­véla­eldsneyti, held­ur vegna þess að það þarf líka olíu á rút­ur með farþega og starfs­fólk, flutn­inga­bíla með flug­vélamat og sprittþurrk­ur.

Það er ekk­ert grín ef flugið stöðvast. Þar horfa auðvitað marg­ir til ferðaþjón­ust­unn­ar, sem ekki hef­ur enn náð sér eft­ir heims­far­ald­ur­inn, og má ekki við neinni trufl­un. Og það er ekki eins og þá falli niður nokkr­ar flug­ferðir á dag, því fljótt flýg­ur fiski­sag­an og verk­falls­frétt­ir af ís­lensk­um ferðageira get­ur sett allt sölu­starf fyr­ir sum­arið á hliðina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“