fbpx
Fimmtudagur 30.mars 2023
Eyjan

„Það virðist vera einlægur vilji Eflingar að bæði fara í verkfall sem og knésetja heila atvinnugrein“

Eyjan
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 18:30

Jón Bjarni Steinsson Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Bjarni Steinsson veitingamaður segir að veitingarekstur með borðþjónustu sé í hættu á að hverfa enda sé hann ekki lengur sjálfbær:

„Ég er ansi hræddur um að Mathallar sketsinn úr Áramótaskaupinu sé ekki endilega bara grín – ég hugsa að það sé einfaldlega ekki langt þangað til að það verði almennt reglan að fólk afgreiði sig sjálft þegar það fer út að borða,“ segir Jón Bjarni í pistli á Facebook-síðu sinni.

Pistillinn er skrifaður í tilefni af fréttum af kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) en deilan er í algjörum hnút eftir að Efling sleit viðræðum. Stefnir í verkfall og samkvæmt skoðanakönnun frá því í haust þá er mikill meirihluti fyrir verkfallsaðgerðum meðal félagsmanna. Sjá hér.

Jón Bjarni gagnrýnir Eflingu harðlega fyrir skilningsleysi á rekstrarumhverfi í veitingageiranum en stór hluti starfsfólks veitingahúsa er í Eflingu: „Það virðist vera einlægur vilji Eflingar að bæði fara í verkfall sem og knésetja heila atvinnugrein,“ segir Jón Bjarni en segir að sökin sé ekki bara Sólveigar Önnu og Eflingar:

„Alltaf þegar reynt er að benda á að það sé ekki endalaust hægt að semja um laun fyrir starfsfólk veitingastaða með því að tala alltaf um grunnlaun dagvinnu með þeim margfeldisáhrifum sem það hefur á fólk sem vinnur almennt ekki mikla dagvinnu, er ekki hlustað, segir Jón Bjarni,“ og síðan neðar:

„Það er auðvelt að kenna verkalýðsfólki eins og Sólveigu um en það er bara ekki þannig – hér bera líka mikla sök Samtök Atvinnulífsins sem hafa farið í hverjar kjaraviðræðurnar á eftir annarri án þess að hafa að því er virðist neinn skilning á vinnufyrirkomulagi veitingastaða. Það er ekki til sá iðnaður sem lifir það af að borga um og yfir 50% veltu í laun og launatengd gjöld.“

Pistilinn í heild má lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heimir spyr hvers vegna við erum ekki að ræða mál málanna – „Hér er fólk í hálfgerðri ánauð“

Heimir spyr hvers vegna við erum ekki að ræða mál málanna – „Hér er fólk í hálfgerðri ánauð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þetta fá stjórnarmenn bankanna í laun – Arion banki borgar langbest en Íslandsbanki verst

Þetta fá stjórnarmenn bankanna í laun – Arion banki borgar langbest en Íslandsbanki verst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir efnhagslífið vera sjóðheitt og að Seðlabankinn verði að bregðast við

Segir efnhagslífið vera sjóðheitt og að Seðlabankinn verði að bregðast við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tólfta stýrivaxtahækkunin staðreynd

Tólfta stýrivaxtahækkunin staðreynd
Eyjan
Fyrir 1 viku

Atvinnurekendur og launafólk ræða um aðgerðir gegn verðbólgunni

Atvinnurekendur og launafólk ræða um aðgerðir gegn verðbólgunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Umdeild þingkona leggur til að Bandaríkjunum verði skipt í tvennt

Umdeild þingkona leggur til að Bandaríkjunum verði skipt í tvennt