fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

FBI rannsakar Joe Biden – Leyniskjöl fundust á fyrri skrifstofu hans

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 05:41

Joe Biden - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú mál tengd Joe Biden, forseta, eftir að skjöl, sem eru merkt „háleynileg“ fundust á skrifstofu sem hann notaði eftir að hann lét af embætti varaforseta.

Skjölin fundust í nóvember þegar tæma átti skrifstofuna. Lögmenn Biden staðfestu þetta í nótt í samtali við CBS News og CNN sem segja að Merrick Garland, dómsmálaráðherra og FBI, komi að málinu.

Biden var varaforseti frá 2009 til 2017, í forsetatíð Barack Obama. Frá 2017 til 2019 var hann heiðursdoktor við University of Pennsylvania og í tengslum við það hafði hann afnot af einkaskrifstofu í Washington D.C. Það var á þessari skrifstofu sem skjölin fundust.

Skjölin í þessum leyndarflokki eru almennt geymd í læstum rýmum þar sem öryggisvörður er til staðar og hefur yfirlit yfir hvar þau eru.

Þegar forseti og varaforseti láta af embætti eiga þeir að afhenda bandaríska þjóðskjalasafninu öll skjöl og tölvupósta.

Það voru lögmenn Biden sem fundu skjölin í læstum skáp þann 2. nóvember, rétt áður en þingkosningar fóru fram í Bandaríkjunum. Skjölin voru í kassa með öðrum skjölum sem voru ekki flokkuð sem leyniskjöl að sögn CBS.

Skjölin voru afhent þjóðskjalasafninu samdægurs.

FBI er nú að rannsaka hvernig skjölin enduðu á skrifstofu Biden eftir að hann lét af embætti varaforseta. Lögmenn hans segja að hann starfi með lögreglunni við að upplýsa málið.

Málið verður væntanlega vatn á myllu Donald Trump, fyrrum forseta, sem skýrði frá því í ágúst að FBI hefði gert húsleit heima hjá honum í Flórída. Við leitina fundust rúmlega 11.000 skjöl, þar af voru rúmlega 100 merkt sem leyniskjöl. Meðal þeirra voru skjöl um kjarnorkuvopnagetu annars ríkis. Þessi skjöl eru í svo háum leyndarflokki að aðeins æðstu embættismenn ríkisstjórnarinnar hafa aðgang að þeim.

Biden var fljótur til að gagnrýna Trump eftir að skjölin fundust og sagði: „Hvernig gat þetta gerst? Hvernig gat einhver verið svona óábyrgur.“

CNN bendir á að það sé að minnsta kosti einn stór munur á málunum. Hann er að áður en FBI gerði húsleit hjá Trump höfðu yfirvöld mánuðum saman reynt að fá skjölin afhent, en án árangurs. Þess vegna var húsleitin framkvæmd.

Í tilfelli Biden voru skjölin hins vegar afhent þjóðskjalasafninu um leið og þau fundust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus