fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Svanhildur hneykslaði í Silfrinu í dag með ummælum um laun hjúkrunarfræðinga – „Hvenær er nóg nóg?“

Eyjan
Sunnudaginn 8. janúar 2023 16:43

Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, vakti athygli í Silfrinu í dag þegar hún spurði hvað væri eiginlega nógu mikil laun í umræðu um kjör heilbrigðisstétta.

„Svo þegar er verið að tala um kjör stéttanna þá velti ég því fyrir mér hvað er nóg? Hvar er verðmiðinn á þessu? Vegna þess ég ákvað að kíkja á upplýsingar sem allir geta skoðað hjá fjármálaráðuneytinu í gær um laun viðsemjenda ríkisins í allskonar stéttarfélögum og ef maður horfir til dæmis á þessar heilbrigðisstéttir þá sé ég að meðalheildarlaun í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga frá janúar og september síðasta ári var rúmlega milljón, 1.065.000.. Í Læknafélagi Íslands, 1815 þúsund. Ljósmæður með 1115 þúsund og sjúkraliðar, sem eru nú lang neðstir, þá er þetta 788 þúsund. Þá velti ég því aðeins fyrir mér hvar er punkturinn? Hvar er punkturinn þar sem kjör þessara stétta eru orðin nógu góð?

Ekki hægt að bera saman vaktavinnustéttir og dagvinnustéttir

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, svaraði Svanhildi og benti á að hún væri þarna að tala um vaktavinnustéttir. Það gæti ekki verið samanburðarhæft við fólk á dagvinnulaunum.

Sonja benti á að kvennastéttir hjá hinu opinbera séu verr launaðar en karlastéttir.

„Mér finnst kannski skökk nálgun að segja hvenær er nóg nóg, aðalatriðið er að tryggja jafnrétti og eins og staðan er núna þá er verið að mismuna kvennastéttum og þær vita það svo sannarlega og þess vegna auðvitað er þessi barátta. Þær eru að bera sig saman við fólk sem er með svipaða hæfni, þekkingu og reynslu og eru á mun lægri launum.“

Svanhildur sagðist ekki vera ósammála. Manneklan í ýmsum atvinnugreinum sýni að eitthvað þurfi að breytast til að styrkja þessar stéttir.

„En þá veltir maður því fyrir sér, þú segir jú að þetta eru vaktavinnustéttir og það er alveg rétt – en það eru ýmsar aðrar stéttir sem eru vaktavinnustéttir sem að kannski eru karlastéttir sem að kannski hafa ekki heldur sömu menntun og ljósmæður sem eru komnar þarna með meðalheildarlaun sem eru yfir 1100 þúsund. En það sem maður er bara oft að velta fyrir sér, af því að sko umræðan er þannig að, ég gerði smá stikkprufu á fólki í gær og spurði : Hvað heldurðu að talan sé? Hver heldurðu að talan sé? Og allir sem ég spurði voru langt fyrir neðan þessar tölur. Og ég velti því fyrir mér – á hvað eigum við að stefna – hver eru markmiðin?“

Sonja benti á móti á að allar þessar stéttir hefðu, þegar tölurnar voru teknar saman, unnið gífurlega yfirvinnu út af manneklunni og út af heimsfaraldrinum.

„Fólk er einfaldlega að vinna alltof mikið“

Þetta finnst auðvaldinu svívirða

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins vakti athygli á ummælum Svanhildar inni á hóp Sósíalista. Þar skrifar hann meðal annars:

„Boðberi auðvalds og Sjálfstæðisflokksins var í Silfrinu að reyna að safna almenningi saman gegn hjúkrunarfræðingum, haldandi fram að hjúkrunarfræðingar væru sameiginlegur andstæðingur almennings og auðvalds og væru að grafa undan heilbrigðiskerfinu. 

Svanhildur Hólk sagði hjúkrunarfræðinga vera með rúma milljón á mánuði með vaktaálagi og sérstöku álagi vegna Cóvid. Sá sem gengur vaktir allan sólarhringinn og er með milljón á mánuði er í raun með 650 þús. kr. fyrir dagvinnu. Þetta finnst auðvaldinu svívirða.“ 

Þakkaði Svanhildi fyrir að vekja máls á þessu

Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson tók eftir óánægju með þessa spurningu Svanhildar og ritaði færslu um það á Facebook þar sem hann velti fyrir sér hvort það væri „tabú“ að nefna laun hjúkrunarfræðinga.

„Ég vil þá vera fyrstur til að þakka Svanhildi fyrir að vekja máls á þessu. Af hverju ættum við ekki að vilja fá allar staðreyndir á borðið? Samkvæmt Sonju hjá BSMR er kjarabaráttan þar á bæ einhvers konar liður í baráttu kynjanna. Ók. Þá snýst óánægja heilbrigðisstarfsfólks um eitthvað annað og meira en kjör. Gott að vita það. Hlaut að vera. Ég hef aldrei getað látið mig svo mikið sem dreyma um laum sem þessi þrátt fyrir ma-gráðu og 30 ára starfsreynslu.“

Svanhildur skrifar athugasemd við færslu Jakobs og segir að hún hafi í reynd ekki lýst neinni skoðun á launum heilbrigðisstétta. Sjálfri þætti henni að launin ættu að vera há. En þar sem umræðan sé oft um að það þurfi að bæta kjör þeirra þá væri allt í lagi að spyrja hvaða laun væru nógu góð lau.

„Því að ég veit hreinlega ekki hvert markmiðið er. Svo vitnaði ég beint í upplýsingar um meðalheildarlaun nokkurra heilbrigðisstétta af vef stjórnarráðsins. Eins og Sonja benti á er flest fólk í þessum heilbrigðisstéttum í vaktavinnu og launin endurspegla það. Í tilfelli t.d. hjúkrunarfræðinga eru rúmlega 20% af meðalheildarlaunum skv. fjármálaráðuneytinu vegna álags og yfirvinnu.“

Talnaefnið má svo skoða hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn