fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Ingibjörg Fríða nýr verkefnastjóri barnamenningar í Hörpu

Eyjan
Miðvikudaginn 7. september 2022 12:26

Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Fríða Helgadóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri barnamenningar í Hörpu og mun stýra barna- og fjölskyldudagskrá Hljóðhimna, nýs upplifunarrýmis fyrir börn í Hörpu. Ráðningin er í samræmi við auknar áherslur Hörpu á barna- og fjölskyldumenningu.

Ingibjörg Fríða er söngkona með fjölbreyttan bakgrunn í tónlist. Hún lauk burtfararprófi bæði í klassískum söng og rytmískum söng ásamt BA prófi í skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands.

Ingibjörg Fríða hefur mikla reynslu af því að starfa með börnum og hefur undanfarin ár komið fram á fjölskylduskemmtunum, sungið inn á teiknimyndir, kennt börnum og ungmennum tónlist í vinnusmiðjum og einkatímum, stýrt barnadagskrá í Hörpu auk þess að starfa um skeið hjá KrakkaRÚV með menningarumfjöllun fyrir börn í útvarpi og sjónvarpi. Hún hefur unnið að ýmsum verkefnum í Hörpu frá árinu 2014, m.a. leitt leiðsagnir um húsið, skoðunarferðir fyrir börn þar sem krókar og kimar Hörpu eru kannaðir og tekið á móti leikskólabörnum í jólasöngstundir.

Á tíu ára afmælisári Hörpu, árið 2021, stýrðu Ingibjörg Fríða og Sigurður Ingi Einarsson vinnu 10 ára tónskálda sem sömdu nýtt afmælislag fyrir Hörpu, Alveg eins og ég og tóku upp tónlistarmyndband í tilefni afmælisins. Afmælislagið hlaut Lúðurinn á íslensku auglýsingaverðlaununum í apríl síðastliðnum í flokknum Viðburðir.

Vetrardagskrá Hljóðhimna – nýs upplifunarrýmis fyrir börn í Hörpu 

Í upplifunarrýminu Hljóðhimnum slær hjarta barnamenningar í Hörpu en þar geta börn og fjölskyldur þeirra upplifað töfraheima hljóðs og tóna.

Hljóðhimnar eru daglega opnir öllum börnum og fullorðnum í þeirra fylgd. Barna- og fjölskyldudagskrá í Hörpu verður með glæsilegra móti á komandi vetri og standa Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska óperan einnig að dagskrárgerð með tónleikum.

Nánari upplýsingar um vetrardagskrá Hljóðhimna má finna á harpa.is/hljodhimnar

„Við finnum fyrir mikilli ánægju með Hljóðhimna meðal gesta en sú aukna áhersla sem við leggjum nú á barna- og fjölskyldumenningu er liður í stefnumótun Hörpu um hvernig húsið sinnir sem best menningarlegu og samfélagslegu hlutverki sínu”, er haft eftir  Svanhildi Konráðsdóttur forstjóra Hörpu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“