fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Eyjan

Lilja harmar að hafa skipað Hörpu sem þjóðminjavörð án auglýsingar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 08:00

Lilja Alfreðsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku fór Safnaþing fram á Austfjörðum. Meðal gesta var Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra. Hún kom gestum þingsins mjög á óvart þegar hún sagðist harma að hafa skipað Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar án undangenginnar auglýsingar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Þegar Lilja skipaði Hörpu í embættið vísaði hún til undanþáguákvæðis í lögum sem heimilar að embættismenn séu færðir til.

Á Safnaþinginu sagði Lilja að hún hefði ekki staðið svona að skipuninni í embættið ef hún hefði vitað hver viðbrögðin í samfélaginu yrðu.

„Lilju var mjög mikið niðri fyrir. Hún harmaði að hafa fært til embættismann í starfi með þessum hætti, hefur Fréttablaðið eftir Ólöfu Gerði Sigfúsdóttur, formanni Íslandsdeilar ICOM, alþjóðaráðs safna, sem var vitni að yfirlýsingu Lilju ásamt tugum annarra.  Hún sagði að upplifun fólks hafi verið að Lilja sæi sannarlega eftir þessu.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði